Færsluflokkur: Bloggar

Gamlar minningar rifjast upp við ólík atvik.

mynd6_1206657.jpgÞannig var að ég var að skoða myndir á siglo.is   þar rakst ég á þessa gömlu mynd. Fór þá að rifjast upp fyrir mér ferðir með móður minni til berja er ég var um 6- 7 ára. Þótti "við hæfi" að velja sér aflaskip og auðvitað valdi ég Höfrung II. (gæti þó hafa verið III.) sem er hér á myndinni t.h. síðan rakst ég þar á nokkarar myndir af bílstjórahetju yngri ára (ég átti mér margar fyrirmyndir já) en það var "Búddi á Sleitunni" eða Gísli Sigurðsson rútubílstjóri á Sleitustöðum.  Þetta eru lítil dæmi um hvað það þarf lítið til að menn gleymi sér við myndskoðun, þarna skoðaði ég bæði skip og báta í amk 2 - 3 daga 

06-63-0002-40.jpggar_ar_finnson_i_brunni_a_hofrungi_ii.jpg

slides111_1.jpg 


Tóm hamingja!!

Það að skrifa hér er tóm hamingja, nú verður tekin upp sú regla að þeir sem lesa og kvitta ekki fyrir komuna verða beittir sektum, upphæð sektar fer eftir lengd bloggs hverju sinni og efnisinnihaldi og stafagerð.

Aðrir sem ekki lesa þetta geta átt yfir höfði sér sektir líka þar sem þeir hafa búnað til að geta lesið þetta og gert án vitundar höfundar.... allt efni á þessu bloggi er höfundarvarið með bæði kjafti og klóm (þegar neglurnar eru ekki nýklipptar)

kv Sverrir


Gos lok jibbí

Jæja þá get ég sennilega andað léttar þar sem þetta - árlega- lyggur mér við að segja, gos er hætt  og haldið áfram að plana hvað ég dunda mér við þarna út, annað en að borða hrærð egg og beikon í morgunmat eða t-bone steik í kvöldmat en samtals held ég að þetta tvennt kosti um 20$ sem er ekki mikið miðað við morgunverðarhlaðborð og alvöru t-bone.

Var bent á að kíkja í Reykfjöllin þarna í nágrenninu við Atlanta og tékka á hvort ég sæi bangsa á ferðinni.

Ef ég sé bangsa þá lofa ég ykkur að ég læt hann í friði og tek í mesta lagi myndir af honum.

Selma hefur það gott í Manila, sólar sig og verslar til skiptis. Gaman að því.

kv Sverrir


Nú er allt að fara að gerast

Þrátt fyrir armæðu og strit eldgos og læti, skýstróka o.fl. þá gerðist ég bjartsýnn og verslaði mér flugmiða til Atlanta í usa.

Verð þar í hálfann mánuð (ef ég kemst út) og kannski lengur ef gos hindrar að ég komist heim.

En þetta geri ég í fyrra líka og líkaði svona assgoti vel. Er ekki viss um að ég setji myndir úr ferðinni inn hér en örugglega á fésiðl.

Segið svo að ég sé ekki  duglegur hér á örbogginu mínu.

kv Sverrir


Golfarar óttast nú að fá ekki fugl....

Held að þessi rauða lína valdi fuglaleysi á flötunum og það sáu golfarar ekki fyrir.... en kannski vilja þeir frekar fá einhvern annan fugl en gæs....... einhverstaðar sá ég að golfari hafi fengið Albatros sem er auðvitað stærri og matarmeiri en gæsin og líkari Erninum.

Góðar stundir

 

 


mbl.is Gæsirnar þora ekki yfir rauðu línuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi er til sölu ef einhver hefur áhuga.

 

 

 

Smellið á myndina til að stækka

IMG_4383


Davíðskan í uppáhaldi

Þetta er eins og hjá Davíð Oddsyni í hans stjórnartíð, ef hann ætlaði að taka af þér litlafingur vissi hann sem er að allt yrði brjálað, svo hann sagði þjóðinni að það yrði að taka af alla fingurna í vestafalli en minnst fjóra, og allt varð brjálað í þjóðfélaginu svo Davíð Oddsson "bakkaði" og "sættist" á að aðeins yrði tekinn af litlifingur og allir urðu ánægðir með þá niðurstöðu. Sama er uppi á teningnum varðandi þessa skattahækkun, hver haldið þið að niðurstaðan verði þegar búið er að "leka" þessum upplýsingum til almennings, jú ég veðja á að þær tölur sem "sæst" verður á séu um ca. helmingur af því sem búið er að boða þurfi.....

 

Góðar stundir.


mbl.is „Gerði út af við verslunina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður bara falið.

Því ég veit um aðila hér á landi sem flutti inn peysur og annan fatnað frá ríkjum sem stunduðu barnaþrælkun, það eina sem hann gerði var að koma sér upp lepp á Spáni og bíngó hann flutti bara inn "vörur frá Spáni" og allir voru kátir með að hann flutti inn frá öðru evrópulandi!!!!

En sjálfsagt finnst reglugerðarráðherrum EB þetta voða sniðugt og þá halda allir að þeir séu að vinna vinnuna sína. Nei það þarf áhrifaríkari aðgerðir en einhver vottorð.


mbl.is Vilja vita hvaðan fötin koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af littlu kætist labbakútur....

Af gefnu tilefni vil ég taka fram að ég er EKKI hættur að blogga eins og sést á þessari færslu hef  bara verið frekar upptekinn á facebook og verð það sennilega eitthvað í viðbót en með tilkomu minnar þar þá nánast snarhætti ég að blogga hér. Hafa aðrir orðið  fyrir því sama?

Nenni ekki að tjá mig um Iceslave eða annað í þeim dúr.. Mínar peningaáhyggjur snúast um það að mestu leyti hvort ég fer vestur um haf eða austur um í sumarfrí......... ætti kannski að breyta til og kíkja á Búlgaríu ef ég finn flug og hótel við hæfi.... það gengur ekkert að selja Golfinn eða næstum því ekkert, var búinn að ganga frá sölu en ekki kominn út af bílasölunni þegar bíllinn bilaði hjá nýjum eigendum og var ég ekkert að tvínóna við hlutina og lét söluna ganga til baka og fór með bílinn á verkstæðið sem gerði við þetta sama fyrir nokkrum vikum og er að vonast til að bæði verði  þau sem ætluðu að kaupa ekki búin að finna sér annan bíl og að ég fái bílinn úr viðgerð í dag ( 27feb.)

Selma og kærastinn hennar eru flutt suður til mín og er það bara gaman hún í dagskóla í FB og hann í kvöldskóla í FB. Annars lítið markvert en læt vita þegar ég verð  búinn að taka ákvörðun um hvert ég fer í sumarfríinu mínu......... en eins og útvarpsmenn segja í dag....... bless í bili.


Örblogg...

Í tilefni dagsins verður fært hér inn örblogg, er alveg að detta í blogggírinn minn, hættur að eyða tíma í að skoða hótel og hús í Florida í biliCool (búinn að finna íbúð). Er í bílskipti  hugleiðingum þessa dagana, dálítið upptekinn við að reyna að skipta bílnum mínum út. Fá mér eitthvað lítið breyttan jeppa eða pikka, ekkert miljóna dæmi samt.Smile

 Enska fótboltann, eigum við eitthvað að ræða það, já sæll farðu í bæinn.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband