Ellismellasumarið 2008

Eric Clapton er að koma að spila í Egilshöll ásamt fleirri "gamalmennum" sem ég hirði ekki um að leggja á minnið hvar spila. Er ekki Dylan að koma (aftur) líka hann verður löggilt gamalmenni daginn áður en hann spilar (67 ára) það er að segja hér á Íslandi, fær frítt í sund og strætó, svo ef mér skjöplast ekki þá er Kanadíski raularinn eins og ég kalla hann Leonard Choen að koma líka, hann á það sameiginlegt með Rúnari Þór (eins og ég hef sagt í gegnum tíðina) að hann kann ekki að syngja en gerir það samt og græðir á því.

Upphitun á þessum tónleikum er ekki komin á hreint en hér eru nokkrar tillögur, hjá Bob Dylan verði það Bubbi Morthens því báðir byrjuðu þeir á að syngja baráttusöngva minnihlutahópa og urðu forríkir og urðu af aurum apar...báðir þó Bubbi sýnu verri. Hjá Choen gæti Rúnar þór hitað upp en þá mætti ekki  auglýsa þá neitt, þetta yrði þá bara að spyrjast út. Clapton gæti fengið Dóra í Vinum Dóra (Heitir hann ekki Halldór Bragason) til að hita upp. Báðir jafn blúsaðir Dóri þó sennilega sýnu meira, veit bara ekki hvort Dóri sé nógu gamall fyrir  Clapton en það þarf ekki endilega allt að vera eftir bókinni.

Nú hafa margir sagt að unga kynslóðinn fái ekkert í sumar og er það skiljanlegt, held að krakkarnir hafi bara ekki  þann pening sem þarf til að kaupa sér miða nú til dags eða með öðrum orðum það er ekkert hægt að græða á þessum krakka skríl sem vill fá allt nánast frítt nú til dags og því sé ekki neitt verið að reyna að markaðssetja fyrir þann aldurshóp. Meina hafa ekki allir skemmtistaðir sem eru með aldurstakmark fyrir neðan 25 farið á endanum á hausinn þó þar sé fullt út úr dyrum öll kvöld sem opið er? Það er nefnilega ekki nóg að fá fólk inn ef það er svo blankt að það getur ekkert verslað á barnum.

Hvað mig varðar þá missti ég af þeim einu tónleikum sem undanfarin ár hafa verið hér með ágætum "ellismell" Kim nokkrum Larsen....en kanski skelli ég mér bara til Danmerkur og næ tónleikum með honum þar, ég fór á eina tónleika með honum norður á Agureyris hér í den og er alveg til í að fara á tónleika með honum aftur en þar sem ég er orðinn gamall og lúinn þá er ég ekki viss um að ég myndi nenna á tónleika þar sem ég þyrfti að standa upp á endann allann tímann en það er önnur ella....reyndar allt önnur ella. Mér skilst að fólk þurfi að standa á sínum tveimur jafnlöngum eða mislöngum á öllum þessum tónleikum.

Ég held því bara áfram að horfa á $ hækka og hækka í verði þar til ég fer út í vor, reyndar finnst mér eins og ég sé ungur í annað sinn því þó það séu bara tæpir 2 mánuðir í að ég fari þá er eins og það sé bara næstum alveg á morgun sem þetta sé að bresta á.

En þar sem þetta er orðið mikklu lengra en það átti að vera þá er ég að hugsa um að hætta núna og eyða smá bensíni í að skoða borgina í þessu dásamlega veðri sem er úti núna og grípa með mér myndavélina svona til tilbreytingar.

Eigið góða páska elskurnar mínar og verði nú dugleg við að kvitta en þessi pistill er alveg á mína sjálfa eigin ábyrgð og n.b. ég er kominn með nýjann apa sem er næstum eins góður og sá sem strauk úr vistinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Reyndar finnst mér  Choen mjög flottur söngvari

Gleðilega páska gamli minn 

Dísa Dóra, 22.3.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband