Bara þægilegt, heitt og blautt og hávaðasamt.

Þetta heldur áfram að vera sitt á hvað, þurt og blautt en alltaf heitt svo vætan skiftir ekki máli,

Í dag hittum við kunningjafólk okkar að heiman og auðvitað var hittingurinn hafður í Prime Outlet þessu frábæra Outletti hér við endann á Internationaldrive sem er aðal gatan hér í hótelhverfinu í Orlando, (álíka löng og Reykjanesbrautin öll) þarna var rölt um verslað (aðallega kvenpeningurinn), ég kíkti þó í einar 2 búðir, keypti mér Sketcher skó tvenn pör fyrir 1 1/2 verð, samtals 60 $ og jú 2 levi's boli á 10 $ stk. síðan var tekin smá smókpása því það skall á þvílíkt þrumu veður með tilheyrandi vatsflóði að ekki var hægt að rölta á milli í Outlettinu en ungakvennfólkið dvaldi allann tímann inni í leindarmálinu hennar Victoríu ( ég kalla það naríubúðina hehe) og kom ekki út fyrr en "óveðrið" var yfirstaðið. Síðan var kíkt á matartorgið (torg með helling af matsölustöðum) líkt og torgið í Krinlunni (bara "aðeins" stærra. Eftir það hélt hópurinn í átt að bílnunum sem kunningjafólkið var á og hann fannst að lokum (auðvelt að fara út á röngum stað þarna). Ákváðum að hittast í kvöld hjá þeim í húsinu sem þau leigja og halda sundlaugargrillpartý og hafa það næs. Dóttlan ættlar að kíkka aðeins í outletið aftur og fara í einhverja búð sem hún átti eftir að kíkka í en ég ættla að skella mér í Florida Mall og kaupa mér M&M og eins og einn Dellara á ca 700$, síðan er planið eftir helgi að kíkka í garðana hjá Disney, Sea World, Wet'N Wild (ég ættla sko bara að lyggja í leisíriver hehe).

Nú er staðan þannig að klukkan er rétt um 11 að morgni þegar ég pikka þetta og gamli maðurinn búinn að skella sér í morgunmat, sólbað, sund, sturtu og meira kaffi og ekki komið hádegi, dóttlan sefur að sjálfsögðu, það bara er ekki í planinu að vakkna fyrir hádegi, en samt er hægt að bölva sólarleysinu sem vill stundu verða síðdegis, en að drífa sig á fætur fyrr,,,,nei ekki til í dæminu, ég bara get ekki vorkennt henni þó hún fái littla sól.

bæ í bili (farinn út í smók og kaffi og sól og hita.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband