Loksins kom að því!!!

Nú þarf ég ekki lengur að bíða til morgun með að kaupa mér gallabuxur ef ég eyðilegg mínar því nú hefur Hagkaup ákveðið að hafa opið alla nóttina líka (bara í Skeifunni enn sem komið er).

Svo er fólk hissa á því að ég sé ekki fluttur út í dreifbýlið (helst í gær fyrir hádegi). Þar gæti ég þurft að bíða í versta falli fram yfir helgi ef ég skemmi mínar buxur á laugardegi hehe. Á mánudeginum kemur svo í ljós að mín stærð er ekki til (en boðist til að panta rétta stærð) og þá þarf ég að bíða einhverja daga í viðbót og ganga í skemmdu buxunum á meðan. Hvað nú ef einhver sæi til mín. T.d. í frystihúsinu (ef ég ynni nú þar) að ég væri í rifnum gallabuxum je minn eini. Nei ég byði ekki í almenningsálitinu í plássinu á mér.

Hvað ætli þetta hækki verðið almennt á vörunum í Hagkaup, því eitthvað er jú dýrara að hafa staffið á næturvinnukaupi.

Tóm hamingja að hafa " 100" bíó til að fara í á kvöldin og annað eins af leikhúsum, ég sem fer voða sjaldan í bíó eða leikhús...........hef ekki farið í leikhús síðan ég bjó á Húsavík (sem er flottasta leikhús á landinu).

Sendi svo tjöruborgarkveðjur á allar dreifbýlistúttur landsins með von um betri tíð.

ps mér finnst dreifari svo leiðinlegt orð um fólk sem býr ekki í reykjavík hvað þá að kalla það landsbyggðarpakk,

ps,ps ef ég lendi á atvinnuleysisbótum (missi vinnuna) þá flyt ég á Kópasker (nafla alheimsins)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband