Notað í annað þarflausara?

Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi, alveg síðan peningarnir voru eyrnamerktir ákveðnum verkefnum hvaða tækifæri þeir myndu nota til að hætta við allt. Þarna talar Geir um að frumvarpið hafi verið umdeilt á sínum tíma sem er kannski rétt en var ekki eftirlaunafrumvarpið töluvert meira umdeilt en samt er ekki hægt að breyta því að neinu viti.

Geir sparar sennilega stórfé með því að slá sjúkrahúsbyggingunni á frest, en bíðið nú aðeins við, er ekki frúin hans formaður nefndar um byggingu sjúkrahússins?. Er þá sú nefnd ekki verkefnalaus og því  óþörf og hægt að taka af launaskrá?

Kanski  þessi ríkisstjórn feli sig á bakvið að aðeins sé verið að "fresta" sjúkrahúsbyggingunni en ekki slá hana út af borðinu og því óþarfi að leysa nefndina upp (taka af launaskrá) enda borgar ríkið (við) laun nefndarinnar.

Mæli með skylduáhorfi á Spaugstofuna sl. laugardag þar er ríkisstjórnar vinnan sögð í hnotskurn.


mbl.is Símaféð öðruvísi nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Auðvitað varð að réttlæta einkavæðinguna með einhverju fallegu loforði. Heyrist betur í símanum þínum síðan eftir einkavæðingu?

Ólafur Þórðarson, 16.12.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Veit ekki, fór fljótlega yfir í annað símafyrirtæki.

Sverrir Einarsson, 17.12.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég myndi giska að það heyrist jafn vel í símanum fyrir og eftir einkavæðingu ;-)

Ólafur Þórðarson, 17.12.2008 kl. 01:34

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Sverrir minn þú býrð ekki á Kópaskeri? við höfum Gumma Magg guði sé lof því annars værum við bara ekki með netið.

Gleðileg jól og farsælr ár, takk fyrir mig á árinu.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 22.12.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband