Seðlabankastjórana burt og....

...Mér finnst að neðantaldir eigi að hverfa úr Seðlabankanum líka þeir sváfu allir á verðinum.

Bankaráð, kjörið af Alþingi, 13. júní 2007:
Kosning sjö manna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabanka Íslands til fyrsta þings eftir næstu almennu alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 26. gr. laga nr. 36, 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands. Bankaráð velur formann og varaformann úr eigin röðum.

Aðalmenn
Halldór Blöndal, formaður
Jón Sigurðsson, varaformaður
Erna Gísladóttir
Ragnar Arnalds
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Jónas Hallgrímsson
Valgerður Bjarnadóttir (frá 4. nóvember 2008) 

Varamenn
Halla Tómasdóttir
Birgir Þór Runólfsson
Tryggvi Friðjónsson
Sigríður Finsen
Ingibjörg Ingvadóttir
Guðný Hrund Karlsdóttir (kosin 3. október 2007 í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur)
Guðmundur Örn Jónsson  (frá 4. nóvember 2008)

Hvað finnst þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Burt með allt liðið eins og það leggur sig, reknir með skít og skömm fyrir handvömm í verki og málið dautt.

Tæknilega gjaldþrota Seðlabanki, hvað er það annað en handvömm?

Hallgrímur Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt Vísi stendur til að Már Guðmundsson verði skipaður Seðlabankastjóri í stað hinna. Hann var aðalhagfræðingur Seðlabankans 1994-2004 en er núna aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel, og er sem slíkur hafinn yfir lög einstakra þjóðríkja samkvæmt reglum þeirrar stofnunar. Þrátt fyrir mikla reynslu Más þá hef ég samt mínar efasemdir, enda stóð ég í þeirri meiningu að svona löguðu ætti að útrýma úr Seðlabankanum.

En hvernig getur Seðlabankinn, sem hefur vald til að prenta og gefa út peninga, orðið gjaldþrota??? Mér þætti gaman að heyra skýringar hagfræðinga á því!

P.S. Hvet alla til að horfa á Money as Debt sem hollur fróðleikur um þessar mundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband