Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hver var að spila við hvern??

Samkvæmt fréttini var Tottenham að spila tvo leiki í einu......

Peter Crouch kom Portsmouth yfir gegn Blackburn, 1:0, á 49. mínútu.

Steven Pienaar kom Everton yfir gegn Tottenham á 51. mínútu, eftir snöggtekna aukaspyrnu, og staðan því 0:1.

Jermain Defoe skoraði fyrir Tottenham gegn Blackburn, 2:0, á 53. mínútu og kom bikarmeisturunum í vænlega stöðu.

Ég spyr hver var að spila við hvern? Var Tottenham að spila bæði við Blackburn og Everton.........eða var svona mikið drukkið af bjór við að fylgjast með leikjunum??????


mbl.is Góðir sigrar Portsmouth og Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÁJ...

Svo er fólk hissa á að Jón Ásgeir hafi ekki áhuga á að leggja Fréttablaðið í púkk inn í Árvakur, sem gefur Moggann út.

Ég held að plottið hafi verið að láta Jón ginna við tilboði um 36% í Árvakri, eftir ár yrði svo Fréttablaðið lagt niður, en bestu bitarnir fluttir yfir í Morgunblaðið og þá orðið einrátt á markaðum, Glittir hinn nýji keyrir Árvakur í þrot og kemur þannig fyrirtækinu í hendur "réttra" aðila aftur og síðan yrði gerð atlaga að Afþreyingu með þvi að beyta útvarpinu, fórnarkostnaðurinn yrði Skjárinn, undirbjóða auglýsingamarkaðinn og berjast þannig við keppinautinn.

Nei ég vona að Fréttablaðið lifi af og við höfum áfram hér tvo fjölmiðla og því mismunandi fréttir til að rífast um í framtíinni hvort sé með réttari fréttir eða ekki.

Mogginn má svo endurráða Sigmund, jafnvel þó hann teikni í svarthvítu.

Eigið svo góðar stundir, það ættla ég að gera.


mbl.is Jón Ásgeir: Ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir hugsar lengra

Nú er það altalað að Glitnir ásælist Árvakur (mbl.is og moggann). Er sagður veifa skuldunum  framan í núverandi eigendur. Hver skildi svo tilgangurinn vera? Ríkið að fara í blaðaútgáfu, nei ekki aldeilis því þetta er þeirra aðferð til að koma Árvakri í "réttar" hendur. Þ.e.a.s. selja það réttum aðilum og ég held að Jón Ásgeir sjái þetta og hugnist það réttilega illa. Einhver ástæða er fyrir tregðu hans að leggja Fréttablaðið inn í Árvakur sem einhvern 36%  eignarhlut og vera þar í minnihluta ef eftir einhvern tíma þá ákveður svo stjórn Árvakurs að láta Fréttablaðið renna saman við Morgunblaðið að mestum hluta og leggja Fréttablaðið sem slíkt niður og geta engin áhrif haft á þá ákvörðun sem minnihlutaeigandi í Árvakri.

Hvort hann sé til í að vera í samstarfi við Landsprent um prentun Fréttablaðsin er allt annað mál, ég held að þar gæti verið um hagstæða hagræðingu í rekstri (og hugsanlega dreifingu) að ræða.


mbl.is Lánið ekki frá innlendum bönkum segir Jón Ásgeir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband