Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Jæja þá byrja jólin.

Kortin farin í póst, pakkarnir líka. Skatan ný runnin niður, og það var sko alvöru skata, svona fyrir lengra komna eins og Úlfar á þremur frökkum kallar það. Svo nú er bara að leggja inn pöntun fyrir næsta ár. Hint til Halldóru. hehe.

Átti hér þessa líka fínu stund með frændfólki sem (væntanlega) borðum saman skötu á þorláksmessu, við höfum undanfarið (ég og Kristrún Ýr) farið á BSÍ og fengið okkur skötu saman en núna er kreppa svo ég varð mér úti um skötu (orginal vestfirska) og eldað var hér heima, þetta var allt samvinnuverkefni ég tók utan af skötunni umbúðirnar en það tók lengri tíma en sjálf eldamennskan. Kristrún sauð kartöflurnar og hitaði hamsatólgina, Ívar sá um alla tímasettningu og lagði á borðið, þegar allt var klárt þá hófst keppni þeirra frænda, Þrastar og Eysteins Orra um hvor borðaði meira (þeir borða ekki skötu sko) sá sem fékk sér oftar á diskinn vann og ég held að Eysteinn hafi unnið. Eftir mat fékk fullorna fólkið (ég og Ívar) sér sterkt kaffi til að skola niður hamsatólginni sem enn sat í hálsinum.

Hangiketið komið á hlóðirnar kominn þessi fíni ilmur í hús. Næsta verkefni er að keyra út restina af jólakortunum, keyri alltaf út jólakortin á stór Hafnarfjarðarsvæðinu á Þorláksmessukveld. Síðan er bara að sofa út í fyrramálið og eftir hádegi hefst jólaskveringin, sturt, rakstur og fataval fyrir messuna og síðan farið í messu í Seljakirkju kl 18. og síðan sest að hreindýraáti ásamt öðru góðgæti hjá Þresti bróður.

Þeir sem reka hér inn trýnið, Gleðileg jól til ykkar allra og eigið notaleg áramót


Notað í annað þarflausara?

Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi, alveg síðan peningarnir voru eyrnamerktir ákveðnum verkefnum hvaða tækifæri þeir myndu nota til að hætta við allt. Þarna talar Geir um að frumvarpið hafi verið umdeilt á sínum tíma sem er kannski rétt en var ekki eftirlaunafrumvarpið töluvert meira umdeilt en samt er ekki hægt að breyta því að neinu viti.

Geir sparar sennilega stórfé með því að slá sjúkrahúsbyggingunni á frest, en bíðið nú aðeins við, er ekki frúin hans formaður nefndar um byggingu sjúkrahússins?. Er þá sú nefnd ekki verkefnalaus og því  óþörf og hægt að taka af launaskrá?

Kanski  þessi ríkisstjórn feli sig á bakvið að aðeins sé verið að "fresta" sjúkrahúsbyggingunni en ekki slá hana út af borðinu og því óþarfi að leysa nefndina upp (taka af launaskrá) enda borgar ríkið (við) laun nefndarinnar.

Mæli með skylduáhorfi á Spaugstofuna sl. laugardag þar er ríkisstjórnar vinnan sögð í hnotskurn.


mbl.is Símaféð öðruvísi nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bara hafði ekkert betra að gera í nótt en að.....

... stela þessu;

Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.

Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.

2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.

Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.

3.
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.

Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.

4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.

Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.

5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.

Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.

6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.

7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.

8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.

Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.

9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti þar.

Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.

10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.

Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.

Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.

12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.

Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.

13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.

Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.

Höfundur óþekktur

 


Það tókst...

...að láta "rétta aðila" "kaupa". Nú væri lag að fá upplýsingar hverjir standa á bakvið þessi kaup.

Ég kaupi ekki það að þarna sé ríkið að sjá sig losna við innistæður í þessum löndum. Því er flaggað til að ekki fari í loftið umræða um hvaða bankamillfærsluslóðir verði nú óaðgengilegar fyrir þá sem eiga að "rekja bankahrunið".

Vinir sjá um sína.....sama hvaða meðulum er beitt.


mbl.is Kaupþing í Lúxemborg selt á 1 evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins kom að því!!!

Nú þarf ég ekki lengur að bíða til morgun með að kaupa mér gallabuxur ef ég eyðilegg mínar því nú hefur Hagkaup ákveðið að hafa opið alla nóttina líka (bara í Skeifunni enn sem komið er).

Svo er fólk hissa á því að ég sé ekki fluttur út í dreifbýlið (helst í gær fyrir hádegi). Þar gæti ég þurft að bíða í versta falli fram yfir helgi ef ég skemmi mínar buxur á laugardegi hehe. Á mánudeginum kemur svo í ljós að mín stærð er ekki til (en boðist til að panta rétta stærð) og þá þarf ég að bíða einhverja daga í viðbót og ganga í skemmdu buxunum á meðan. Hvað nú ef einhver sæi til mín. T.d. í frystihúsinu (ef ég ynni nú þar) að ég væri í rifnum gallabuxum je minn eini. Nei ég byði ekki í almenningsálitinu í plássinu á mér.

Hvað ætli þetta hækki verðið almennt á vörunum í Hagkaup, því eitthvað er jú dýrara að hafa staffið á næturvinnukaupi.

Tóm hamingja að hafa " 100" bíó til að fara í á kvöldin og annað eins af leikhúsum, ég sem fer voða sjaldan í bíó eða leikhús...........hef ekki farið í leikhús síðan ég bjó á Húsavík (sem er flottasta leikhús á landinu).

Sendi svo tjöruborgarkveðjur á allar dreifbýlistúttur landsins með von um betri tíð.

ps mér finnst dreifari svo leiðinlegt orð um fólk sem býr ekki í reykjavík hvað þá að kalla það landsbyggðarpakk,

ps,ps ef ég lendi á atvinnuleysisbótum (missi vinnuna) þá flyt ég á Kópasker (nafla alheimsins)


Bæði betri

Orkan er í eigu Shell,...........bara benda á það,

Ekkert óeðlilegt við að þeir lækki um sömu krónutölu Orkan og Shell.


mbl.is Orkan og Skeljungur lækka verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband