Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hvað geta þeir bullað mikið...og komist upp með það??????

Krónan hefur styrkst um 3,64% samkvæmt Mbl.is!!! Hvað hefðu þeir verið snöggir að hækka ef það hefði lækkað?

Þeir mega ekki gleyma því að þeir "skulda" okkur síðustu lækkun á olíuverði á heimsmarkaði en eins og þeir sögðu sjálfir þá á verðið hér heima að enduspegla heimsmarkaðsverð hverju sinni, en samkvæmt þessu þá kemur okkur þetta ekkert við ef verðið er að lækka bara þegar það hækkar..........hafið þið heyrt annað eins bull!!!!

Fjömiðlar nenna ekki að sinna þessu nema rétt fyrstu mínúturnar en síðan ekki meir og það vita þessir háu herrar og þegja því þunnu hljóði í smá tíma og allt dettur í dúna logn og svo koma þeir með svona þvælu og halda að allir séu sáttir, hvílíkt bull.

Þar sem þetta eru orðin fjármögnunarfélög sem eiga þessi fyrirtæki í dag þá er ekki um neina miskun að ræða gróði skal vera af þessarri fjárfestingu hvernig sem henni er náð siðlaust eða ekki það bara kemur þessum herrum ekki við, peninganna er valdið og þar er ekki til nein tilfinningasemi, ekki heldur hjá þeim sem taka ákvarðanirnar.

Og ekki fara að væla um Atlants Olíu þeir eru ekki hótinu skárri þeir lofuðu bara að vera krónunni ódýrari en ekki fara í beina samkeppni bara komast inn á markaðínn og síðan haga þeir sér eins........hvenær undanfarið hafa þeir ekki verið jafn snöggir að hækka og hinir "vondu" ég man ekki eftir að það hafi gerst.

Auðvitað eru þeir ekki að lækka verðið núna rétt fyrir verslunarmannhelgina, ég spái 50 aura lækkun eftir helgina þegar allir verða komnir heim, svona vegna sterkrar stöðu krónunnar og ástands á heimsmarkaði......arrrgggggggggg.


mbl.is Skeljungur lækkar verðið aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurspeglun á heimsmarkaðsverði hvað????

Ekki fyrir löngu sagði einhver olíudúddinn að verðið hér ætti að endurspegla heimsmarkaðsverðið á hverjum tíma.......en það á sennilega bara við þegar olíufatið hækkar úti ekki þegar það lækkar, enda eru þeir oftast fljótir að rjúka til og hækka þegar verðið hækkar úti....varla búið að byrta fréttina um einhverja hækkunina þá er rokið til og hækkað, en þegar lækkar...þá bar já nei nei bíða og sjá til hvort þetta gangi ekki til baka!!!! Gaman ef einhver gæti reiknað út hvað þessi lækkun er mikil á heimsmarkaðsverði í % og séð svo hvað lækkunin er mikil í % hér heima, Væri fróðlegt að sjá þann útreikning.
mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með bílstjórana??

Verður ekki gerð sama krafa á bílstjórana, þeir líti vel út séu yngri og myndarlegri.

Verður gerð krafa um bólstruð sæti (og þá hnífar ekki leyfðir í farangri).

Og það veigamesta til að nýjir viðskiftavinir bætist í hópinn, verður gerð krafa um íslenskukunnáttu og að bílstjórarnir þekki  að mestu allt leiðarkerfið en ekki bara þá leið sem þeir þurfa að aka sjálfir?

Ég þekki ekki leiðarkerfið út í hörgul lengur en gæti stundum hugsað mér að taka strætó en þá hef ég lent í því að þurfa að spyrja hvaða strætó ég eigi að taka til að komast á leiðarenda og tvisvar hef ég orðið fyrir þvi að bílstjórinn talaði bara móðurmál sitt en enga íslensku og þar með var sú strætóferð fyrir bí.

ps svo á Gísli Marteinn að gera kröfu um að nýju rúturnar verði útbúnar vaski og WC þá fyrst fer ég að fara í lengri ferðir með strætó ( og kannski oftar)


mbl.is Strætó verði glæsilegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segja þeir núna??

Þetta var sagt í gær þegar þeir hækkuðu;

 

"Margir velta oft fyrir sér af hverju olíufélögin hækka um leið og heimsmarkaðsverð hækki og spyrja sig hvort olíufélögin eigi ekki til bensín á gamla verðinu. Samúel svarar þessu: Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við við breytingar á heimsmarkaði."

Hvað skyldu þeir lækka mikið og verða þeir jafn snöggir að lækka eins og að hækka?

Og mér er spurn KRAFA hvers er að útsöluverð endurspegli heimsmarkaðsverð?

Einu sinni var dollar valdur þess að bensín hækkaði "var svo stór þáttur í olíuverðinu ( það var þegar dollari gerði ekkert nema hækka) en svo lækkaði dollarinn en jú þá allt í einu "var dollarinn ekki svo ríkjandi þáttur í verði á olíunni" á heimsmarkaðsverði!!!!!!!!!! Hver á að trúa þessu bulli og svo eru þeir uppvísir að því í skjóli síbreytilegs heimsmarkaðsverðs að auka álgninguna hjá sér þessir olíufurstar......er það ekkert skrítið því þeir komast upp með það við bara tuðum og tuðum,,,,tja nema Sturla trukkabílstjóri ég fyrir mína parta er farinn að spara við mig bílinn og er ég þó ekki á neinum eyðslu segg!!!!!



mbl.is Hráolíuverð hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér vantar fyrirsögn!!!!

Undanfarnir dagar hafa farið í vinnu og rólegheit hér heima, skrapp í Gunnubúð um daginn X 2 og verslaði,  annar dagurinn kostaði rúm 20 þús hinn tæp 40 þús, og nú er verið að endurhanna íbúðina í stórum dráttum, loka á sólina (svo hægt verði að horfa á handboltann í ágúst), lýsa upp svo hægt sé að lesa Réttablaðið, Moggann og DV í réttu ljósi, og svo líka nátturulega að gera mér kleyft að endast lengur í vinnunni og henda út bráðabyrgða sófanum sem ég kaupti (ekki í Gunnubúð) hér um árið og setja inn alvöru hvíldarstöð upp (nóg kostaði græjan).

Annars ekkert markvert, dóttlan jú er hætt við að fara í FB og ættlar að reyna að komast inn í VMA. Vona bara að það gangi, sem sagt hún er að flytja aftur norður á Agureyris til múttu sinnar og fóstra og systur, sem er bara ágætt þó ég hefði viljað hafa hana hér hjá mér í sumar og vetur en hverju fæ ég ráðið hjá 18 ára ungling.

Nýji Dellarinn er að virka, enda ég alltaf að læra betur og betur á hann, hef reyndar voða lítið farið með hann út úr húsi til að nota en samt setið hér úti í sólinni á svölunum með hann sem er alveg frábært.

Api besta skinn er mættur á svæðið, sestur að í skúffunni sinni eftir sumarfríið sem hann tók sér, og farinn að meika monnía á fullu.

En jæja uppvaskið rúmlega hálfnað (ekki hægt að gera svoleiðis í einni lotu) og steikin að gera sig í ofninum svo það er bara um að gera að halda áfram því nú fara fréttirnar að tefja mann frá verki og svoleiðis.

Eigið góðan dag.....það ættla ég að gera.......þegar ég loks verð vakknaður.


Við göngum svo léttir í lundu........af vitinu!!!!

Var plataður á laugardagsmorguninn í labbitúr, sem fór þannig fram að það var skundað á Þingvöll og plantað niður bíl, síðan var ekið sem leið lá frá Þingvöllum og yfir í Hvalfjörð að Stóra Botni og gert klárt í að labba til Þingvalla til að sækja hinn bílinn!!! Hvílík vitleysa eins og það hafi ekki  bara verið nóg að taka mynd af Stóra Botni og renna svo til baka að ná í bílinn sem var skilinn eftir þar en......nei nei hér skyldi arkað af stað með tryggri hjálp Guðmundar Péturs Stýrimans (GPS).

Leiðin kallast Leggjarbrjótur ( ekki frýnilegt fyrir óvanann göngumann) en á brattann var að sækja, en samkvæmt heimildum sem ég hafði aflað mér þá var þetta erfiðari leiðin til að ganga yfir Leggjarbrjót, og þrátt fyrir hávær mótmæli mín í upphafi um að labba nú léttari leiðina þá var ekki hlustað á mig frekar en býflugu sem suðar í hávaða roki. En talandi um rok þá spáði  einhverri norðan gjólu og Vélstýrunni þótti "gáfulegra" að labba með vindinn í bakið en fangið?????

En samkvæmt mínum kokka bókum (landakortum) þá liggur þessi leið nokkurn veginn í norðvestur suðaustur þannig að norðan vindur hefði í báðum tilfellum átt að vera nokkurnveginn á vangann hvor leiðin sem væri farin, en sem sagt úr Botnsdal var lagt á brattann og sóttist ferðin fremur hægt í grýttri leiðinni sem í leiðarbókum var talin vera gata og ég verulega farinn að spá í hvernig þetta yrði þegar við kæmum á grýttari hluta leiðarinnar.

Eftir nokkrar steinefna pásur þá var loks náð hátindi leiðarinnar en svei mér þá þá höfðum  við mætt alveg helling af "útilegumönnum" á norður leið og mikið var ég feginn að veðurstofan var ekki nákvæmari í spánni en það að við vorum með vindinn í bakið alla leið (og það ekkert smá strekking) og ég er viss um að ef við hefðum bara farið vestur í bæ og labbað Ægissíðuna þá hefðum við ekki mætt svona mörgum.....tveimur alveg snarklikkuðum (enda þekkti ég annann þeirra) þeir höfðu lagt upp að norðan og gengið suður......en sennilega ekki litist á það að taka rútuna í bæinn svo þeir snéru við og fóru fram úr hóp sem þeir höfðu mætt rétt áður en þeir vour komnir niður sunnanmegin!!!! Ef þetta er ekki bilun þá veit ég ekki hvað bilun er. Nokkur ísbjarnarspor sáum við á leiðinni og ég fullyrði að ég hafi séð ísbjörn álengdar á beit en varð samt eitthvað efins þegar hann skiptist allt í einu í tvo!!!. Ein sporin sem við sáum voru eftir einfættann ísbjörn.....alveg viss því við sáum hvergi spor sem gætu verið eftir hina fæturna!!!.

Þegar suður af Leggjarbrjót var komið, sem btw ber nafn með réttu þá var teigt og togað í smá tíma áður en sest var upp í bíl og ekið í Hvalfjörðinn að ná i hinn bílinn (ekki hefði ég nennt fyrir mitt littla líf að labba til að ná i hann).  Þegar þangað var komið var tekin ein mynd (þær koma vonandi fljótlega hingað inn á síðuna) af staðnum sem við byrjuðum á og síðan brunað í bæinn.....ég hafði ekki roð í þennann vinstri græna alla leið í bæinn sama hvað ég reyndi og skellti mér í sjóðandi heitt bað og hef ekki fundið fyrir neinum strengjum (sem ég er samt hissa á). því þetta "labb" tók eina sex klukkutíma.......en nú er kominn hátta tími enda klukkan að verða 12!!!

 

Nóg í bili


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband