Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Nýtt ár með fullt af ?????

Gleðilegt ár allir sem reka inn trýnið hér, þeir eru mis margir pr. dag.

Sl. ár var frábært að öllu leiti, alveg fram að fjármálakrísunni. Ekki er ættlunin að kryfja árið hér á þessarri síðu núna í upphafi árs, heldur stikkla á stóru hvað mig sjálfann varðar. Ég var sem aldrei fyrr í vinnunni flestar nætur og mikið argaþras fór því fyrir ofan garð og neðan, en ég fór af landibrott með dótturinni til Florida í mai í lok skóla hjá henni. Var smá stress hvort hún næði suður á réttum tíma, en hún býr á Akureyri og er þar í VMA og gengur tja bara þokkalega. Á árinu skrapp ég og kíkti á nafla alheimsins til systur minnar en hún býr á Kópaskeri. Sumarið leið svo við vinnu og leik í bland. Mikið ferðalag lagði ég á mig um verslunarmannahelgina og kíkti alla leið í Þorlákshöfn en hafði ekki erindi sem erfiði, ég fór og ættlaði að hitta nokkra keppendur á Unglingalandsmótinu, fólk að norðan en því miður fann ég ekki nema einn......en það skal tekið fram að ég stoppaði frekar stutt.

Ekki var farið í neinar "fjallgöngur" þetta sumarið en stefni að því að bæta úr því með hækkandi sól, flottar veislur eða partý voru nú ekki mörg á árinu en fór þó í eitt brúðkaup hjá frænku minni, þetta var bara þokkalegasta veisla gott að borða og mikil ræðuhöld. Brúðurin er Salome Huld bróðurdóttir mín en brúðguminn Gunnar Magnússon, bankamaður og þjálfari HK í handbolta og var mikið rætt um handbolta meðal veislugesta.

Síðan kom skellurinn í oktober en þá var öllum sagt upp í vinnunni minni frá og með  1. nóv þannig að ef ekkert breytist í þessum mánuði þá gæti farið svo að ég verði atvinnulaus um næstu mánaðarmót, þó er ég bjartsýnn á að hlutirnir fari að skýrast þegar líður á mánuðinn.

Jól og áramót voru með hefðbundnum hætti með einni undantekningu þó. Ég fékk frábæra sendingu frá Súgandafirði, en eftir smá betl var mér send þessi frábæra skata til eldunnar á Þorláksmessu. Og þar kom breytingin, nú var ekki farið  á BSÍ í hádeginu heldur var eldað hér heima (það er jú kreppa) og mættu hér nokkrir ættingjar í mat. Jólamessa að vanda í Seljakirkju og matur hjá bróður og mákonu, sama var uppá teningnum á gamlárs, nema hva ég var næstum búinn að sofa það af mér, var seinn fyrir úr vinnu á gamlársdag og ákvað að leggja mig "aðeins" og fékk svo símtal "er langt í þig?" og ég held að ég hafi aldrei verið jafn fljótur á lappir og mæta á svæðið.

Þannig að árið hjá mér hefur ekki verið neitt svo feikilega viðburðarríkt mestur tími farið í að hanga á netinu og skoða bloggsíður.

Núna undanfarið hef ég verið að pæla í utanlandferð (já ég er orðinn húkkt á þeim) fór í vor eins og fram kom hér að ofan til Florida. í fyrra fór ég til Krít með dótturinni og vinkonu hennar, 2006 fór ég til Florida með dótturina. En ....haldiði ykkur 2002 fór ég til Florida í boði dótturinnar, en hún hafði unnið ferð fyrir 4 til Florida í 8 daga, en þessi ferð var mín fyrsta utnalandsferð og þegar ég var í flugstöðinni úti að bíða eftir flugi heim hét ég því að ég myndi fara sem fyrst til Florida aftur.....það liðu samt 4 ár, síðan er ég búinn að fara 2x til Florida og einu sinni til Krítar. Og helstu vangavelturnar þessar stundir er ég að spá og spekúlera hvort það verður Krít, Florida, Malta eða Dómínikanska. Svo er ég líka opinn fyrir tillögum frá þeim sem nenntu að lesa þetta allt, en þessar pælingar eru allar með fyrirvara um að ég haldi vinnunni, þannig að það verða ekki teknar endanlegar ákvarðanir um eitt eða neitt fyrr en eftir næstu mánaðarmót. Til að það valdi ekki misskilningi þá er ég ekki með húsnæðislán sem hækkar sjálfvirkt, á bakinu, ekkert bílalán heldur, ekkert skuldabréf heldur þannig að ég skulda engum ....eða næstum því þess vegna get ég verið með þessar ferðapælingar....en annars sennilega ekki.

En eigið góðar stundir, þið sem hafið reynslu af þvælingi endilega komið með góðar hugmyndir um nýja staði..


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband