Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Tóm hamingja!!

Það að skrifa hér er tóm hamingja, nú verður tekin upp sú regla að þeir sem lesa og kvitta ekki fyrir komuna verða beittir sektum, upphæð sektar fer eftir lengd bloggs hverju sinni og efnisinnihaldi og stafagerð.

Aðrir sem ekki lesa þetta geta átt yfir höfði sér sektir líka þar sem þeir hafa búnað til að geta lesið þetta og gert án vitundar höfundar.... allt efni á þessu bloggi er höfundarvarið með bæði kjafti og klóm (þegar neglurnar eru ekki nýklipptar)

kv Sverrir


Gos lok jibbí

Jæja þá get ég sennilega andað léttar þar sem þetta - árlega- lyggur mér við að segja, gos er hætt  og haldið áfram að plana hvað ég dunda mér við þarna út, annað en að borða hrærð egg og beikon í morgunmat eða t-bone steik í kvöldmat en samtals held ég að þetta tvennt kosti um 20$ sem er ekki mikið miðað við morgunverðarhlaðborð og alvöru t-bone.

Var bent á að kíkja í Reykfjöllin þarna í nágrenninu við Atlanta og tékka á hvort ég sæi bangsa á ferðinni.

Ef ég sé bangsa þá lofa ég ykkur að ég læt hann í friði og tek í mesta lagi myndir af honum.

Selma hefur það gott í Manila, sólar sig og verslar til skiptis. Gaman að því.

kv Sverrir


Nú er allt að fara að gerast

Þrátt fyrir armæðu og strit eldgos og læti, skýstróka o.fl. þá gerðist ég bjartsýnn og verslaði mér flugmiða til Atlanta í usa.

Verð þar í hálfann mánuð (ef ég kemst út) og kannski lengur ef gos hindrar að ég komist heim.

En þetta geri ég í fyrra líka og líkaði svona assgoti vel. Er ekki viss um að ég setji myndir úr ferðinni inn hér en örugglega á fésiðl.

Segið svo að ég sé ekki  duglegur hér á örbogginu mínu.

kv Sverrir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband