Þá byrjar ballið....

hér í Florida. Við erum búin að kaupa okkur miða í 4 garða, Sea World á morgun, Aquatek á miðvikud síðan er það Animal Kingdom á fimmtud. og Epcot á föstud, þaðannig að nú er úti um sund og sælu en líka búið með öll verslunarævintýri. Fórum í Mall at Millenina í dag í einum tilgangi að fara  í Apple búðina að kaupa iphone .....en nei takk hann var uppseldur hér í Orlando og víst víðar hér í florida, þannig að ekkert verður af þeim kaupum. Ég fann mína Levi's búð í dag í einu outletinu sem við fórum í í dag eftir Millenium mollið, þannig að þetta er orðið gott í verslunum hér í Orlando.

Planið er að koma heim á Sunnudagsmorgun kl 06 ca. það verður ekkert verslað í fríhöfninni nema í mesta lagi tóbak en hér kostar kartonið  38$ X 73 kr. þannig að það munar ekki öllu á fríhafnarverðinu.

Dóttlan ættlar að setja inn fleirri myndir annað kvöld ef hún verður ekki of þreytt til þess eftir Sea World þvi fyrir lyggur líka að finna tíma til skella í þvottavél fyrir heimferð.

Nóg í bíli, er farinn í bælið enda er klukkan hér að detta í miðnættið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váá hvað er gaman hjá ykkur. Hljómar himneskt og jú maður man nú ennþá eftir steikunum þarna. Gaman að fylgjast með þessari skemmtilegu ferð en hér á Costa del Akureyri er sumar og SÓL!!! Þórunn bíður spennt eftir öllum fötunum....

kveðja

fjölsk Einholti

Lilla (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband