Hvað með bílstjórana??

Verður ekki gerð sama krafa á bílstjórana, þeir líti vel út séu yngri og myndarlegri.

Verður gerð krafa um bólstruð sæti (og þá hnífar ekki leyfðir í farangri).

Og það veigamesta til að nýjir viðskiftavinir bætist í hópinn, verður gerð krafa um íslenskukunnáttu og að bílstjórarnir þekki  að mestu allt leiðarkerfið en ekki bara þá leið sem þeir þurfa að aka sjálfir?

Ég þekki ekki leiðarkerfið út í hörgul lengur en gæti stundum hugsað mér að taka strætó en þá hef ég lent í því að þurfa að spyrja hvaða strætó ég eigi að taka til að komast á leiðarenda og tvisvar hef ég orðið fyrir þvi að bílstjórinn talaði bara móðurmál sitt en enga íslensku og þar með var sú strætóferð fyrir bí.

ps svo á Gísli Marteinn að gera kröfu um að nýju rúturnar verði útbúnar vaski og WC þá fyrst fer ég að fara í lengri ferðir með strætó ( og kannski oftar)


mbl.is Strætó verði glæsilegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband