Af mótmælum

Ég mótmæli heima í dag, sit heima og mótmæli ummælum Harðar Torfa, nú er ég ekki sammála honum um að mótmælin hafi engu skilað, það er búið að ákveða að kjósa á bara eftir að geirnegla daginn, þá mun stjórnin fara frá, trúlega öll. Hörður vill að allir á þingi fari heim ekki seinna en strax, helst í gær fyrir hádegi. Í síðasta lagi þegar mótmælum líkur í dag. Nú er svo að þeir sem krefjast margs, fá ekki alltaf allt, þeim finnst þeir líka ekki hafa fengið neitt, ef þeir fá ekki allt.

Auðvitað var það ekki nógu flott að Geir skyldi ekki hlíða herði fyrir 14 laugardögum og pakka saman og segja bless við  Sollu. En nú er Geir búinn að segja bless - hann metur heilsuna meira en pólitíkina- en að hann segi bless er ekki nóg fyrir Hörð. Hörður vill að Geir standi upp og segi ég fór af því að Hörður & co var að mótmæla mér og auðvitað verður Hörður sár.

Hver svo sem forsenda þess er að Geir er farinn er ég ánægður með að hann sé hættur í pólitík (maðurinn er óvitlaus sem betur fer) Það að hann þurfi að hætta af heilsufarsástæðum er ég ekki eins ánægður með, betra hefði verið að vinna hann á velli, frekar en að vera dæmdur sigurinn á tæknigetu.

Bloggheimur skuldar mér helling, öll olíufélögin skulda mér helling eftir daginn í gær, eins og þjóð veit (þjóð veit þá 3 vita) þá vinn ég á nóttunni. Í gær mætti ég illa fyrir kallaður í vinnuna, beint úr bælinu og mætti rétt fyrir miðnætti. Svo þegar ég er að aka um Selfoss í nótt sé að verð á bensíni er komið þar niður í 132 kr. (verð á bensíni á Selfossi hefur aldrei verið í takt við verðið hér í borginni) þannig að þegar ég kem í bæinn, þá kíkka ég eftir verði á Orkan við Dalbraut, OB við Smárann og Egó við Hliðarsmára, jú jú bensínið er á sama verði allstaðar 132 svo að ég ákvað að fylla á tankinn en ég er með AO lykil og hugsaði mér gott til glóðarinnar að fá bensínið þar á 132 kr. mínus 2 sem lykillinn gefur mér.......en ó nei AO var með bensínið á 142!!!!! ræningjar hugsaði ég ætli þeir verði síðastir til að lækka núna ( ekki þeirra stíll sko) svo ég ákvað að taka bensín í ÓB við smáralindina (gegnt smáralindinn ) og fá þar bensín lítrann á 132 (hann var jú auglýstur á það þegar ég kom í bæinn um kl 07) afsláttarlaust það myndi muna 10 kall á lítrann, (ég var með galtóman tank, löngu kominn á gula hættu ljósið) en nei viti menn, verðið komið í 142 og ég bara shjitt tékka á Orkunni, svona frekar fúll en nei nei búið að hækka ( ég sá að síðasti sem tók bensín hafði fengið það á 132 kr.) Svo ég hóaði í vinnufélaga og sagði honum farir mínar ekki sléttar og hann bara hló og spurði hvort ég hefði ekki orðið var við að Shell gaf 10 kr afslátt útaf Bóndadeginum og hinir fylgdu í kjölfarið. Ég hefði betur fengið mér kaffi áður en ég fór í vinnuna og sleppt því að geyma að taka bensín þar til ég kæmi til baka í morgun..........frestur er á illu bestur............tja eða verstur.

Góðar stundir, ég kominn í gott skap með sígó og morgunkaffi (heilög stund)

ps svo er annað mál hvort einhver les þetta.......en það er alfarið á ábyrgð Halla HægriFrjálslynda úr flokkslausa Eyjafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband