Eru ekki kosningar framundan?

Mótmælin eru að hafa áhrif, Geir farinn, þó óska ég honum góðs gengis í baráttunni við sín veikindi.

Jónas að fara, gott ef satt er.

Nú er Þorgerður Katrín við stjórnvölinn, þá fýkur Seðlabankastjórnin öll, þetta er að skila árangri en samt finnst mér vera komin kosningalykt af þessu öllu.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er fólk almennt að gera sér grein fyrir hversu sögulegt þetta er? Þetta er fyrsti ráðherra í sögu landsins sem tekur ábyrgð á sínum málaflokki og segir af sér!

Gulli (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Gulli, var ekki Guðmundur Árni Stefánsson látinn segja af sér þegar hann var Heilbrigðisráðherra,,,,mig minnir það.

Sverrir Einarsson, 25.1.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

gott að geta blekt alla og tryggt sér þannig ráðherrastól eftir kosningar. maðurinn hefði aldrei sagt af sér nema að það er búið að dagsetja kosningar.

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég er ekki svo viss um að hann fari inn á þing aftur þó hann langi.

Sverrir Einarsson, 25.1.2009 kl. 11:19

5 identicon

Bæði Albert Guðmundsson og Guðmundur Árni Stefánsson sögðu af sér vegna þrýstings frá eigin flokki og að mig minnir var hvorugt málið tengt þeim málaflokki sem þeir voru ráðherrar fyrir, Albert var látinn fara vegna rannsóknar á skattamálum fyrirtækja sem hann átti eða átti í og mig minnir að Guðmundur Árni hafi vikið vegna embættisfærslna þar sem hann hafði útvegað einhverjum ættingjum eða vinum opinber störf en það hafi ekki verið sem heilbrigðisráðherra heldur annað hvort sem félagsmálaráðherra eða bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Gulli (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:31

6 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

hann var féló

Hinrik Þór Svavarsson, 25.1.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband