Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Animal Kingdom

Hér eru myndir frá Animal Kingdom ferðinni og smá úr Sea World (vélin varð batteríslaus hmmm).

Og hér eru myndir hvarnig fríið er búið að vera að mestu leyti.


Ballið að verða búið

Gærdagu rinn var frábær, allt sem hægt var að skoða var skoðað Animal Kingdom (Dýra Kógsveldið).

Farið í Safari ævintýri, sem að hluta var tekið upp, (af lélegum videóra), þannig að það er voða ruglingslegt að horfa á það, en þar sjást bæðið flóðhestar, fílar, antilópur og fleirra smálegt, nokkrar apategundir, þjófóttar geitur, hélt nú bara að hún væri að þefa að mér en hún var að leita að æti og fann kort af garðinum sem stóð rétt upp úr vasanum og var ekki lengi að troða öllu trýninu í vasann til að éta af kortinu en ég náði að bjarga því á síðustu stundu, allt annað var bara sekmmtilegt að gera og bara labba um í garðinum, plataði dóttur mína í lestarferð upp í Everest sem var meiriháttar rússíbanaferð en í staðinn fór ég með henni í söngleikjahús um Finding Nemo sem var svo sem ok en ég hef ekki séð myndina þannig að það nýttist mér frekar lítið en samt gaman.

Í dag var svo sofið yfir sig og ekki farið í Aquateck vatnagarðinn fyrr en um 10 leitið í morgun og þar var sko tekið á því, allar rennibrautir skannaðar í þaula buslað í öldugarðinum, borðaðir þeir dýrustu hamborgarar sem ég hef étið um ævina hér úti en það kostaði okkur um 45$ að kaupa "all day pass" (kvöldsteikin okkar kostar um 35 $ þannig að þetta er rándýrt en ok einu sinni á ævinni, allt sem selt er reyndar í görðunum er fok dýrt, Selma ættlar að setja inn myndir á síðuna sína og ég dunda mér við að reyna að koma videoinu hér inn á þessa síðu þegar ég verð kominn heiml,

Brunaliðið er á neyðarvakt útaf öxlunum á mér eftir daginn en annars er bara allt fínt að frétta, Walt Disney garðurinn Epcot er á dagskrá á  morgun og svo slappað af á laugardaginn og hugað að heimferð en við eigum flug heim kl 19 héðan og lendum ca 6 á Sunnudagsmorguninn heima.

Farið vel með ykkur og munið að kvitta takk.


Og ballið byrjaði með látum í dag

Ballið byrjaði í Sea World kl. 09.30 í morgun í brakandi sól og blíðu og margt skoðað bæði höfrungar og hvalir, Selma festi það að einhverjuleyti á video þvi ljósmyndir segja ekki baun í þessum efnum, vona að hún geti sett inn myndir fljótlega hér bæðí nýjar ljósmydir og videoið sem hún tók upp þegar við löbbuðum í glerganginum undir hákörlunum og höfrungunum og fleirri fiskum. Þetta er allt hið frábærasta í alla staði, nú er það Animal Kingdom í safari ferð og einhverja glæfra fjallaferð í Kilimanjaro (já amríkaninn er ekki í vandræðum að flytja fjöll). Síðan er spáð heiðskýru á fimmtudaginn og þá er það nýji vatnagarðurinn í Sea World, Aquateck þessi langþráða leisíriver sólbaðsferð.

Meira á morgun

kveðjur úr sól og hita á florida.


Þá byrjar ballið....

hér í Florida. Við erum búin að kaupa okkur miða í 4 garða, Sea World á morgun, Aquatek á miðvikud síðan er það Animal Kingdom á fimmtud. og Epcot á föstud, þaðannig að nú er úti um sund og sælu en líka búið með öll verslunarævintýri. Fórum í Mall at Millenina í dag í einum tilgangi að fara  í Apple búðina að kaupa iphone .....en nei takk hann var uppseldur hér í Orlando og víst víðar hér í florida, þannig að ekkert verður af þeim kaupum. Ég fann mína Levi's búð í dag í einu outletinu sem við fórum í í dag eftir Millenium mollið, þannig að þetta er orðið gott í verslunum hér í Orlando.

Planið er að koma heim á Sunnudagsmorgun kl 06 ca. það verður ekkert verslað í fríhöfninni nema í mesta lagi tóbak en hér kostar kartonið  38$ X 73 kr. þannig að það munar ekki öllu á fríhafnarverðinu.

Dóttlan ættlar að setja inn fleirri myndir annað kvöld ef hún verður ekki of þreytt til þess eftir Sea World þvi fyrir lyggur líka að finna tíma til skella í þvottavél fyrir heimferð.

Nóg í bíli, er farinn í bælið enda er klukkan hér að detta í miðnættið.


Bara þægilegt, heitt og blautt og hávaðasamt.

Þetta heldur áfram að vera sitt á hvað, þurt og blautt en alltaf heitt svo vætan skiftir ekki máli,

Í dag hittum við kunningjafólk okkar að heiman og auðvitað var hittingurinn hafður í Prime Outlet þessu frábæra Outletti hér við endann á Internationaldrive sem er aðal gatan hér í hótelhverfinu í Orlando, (álíka löng og Reykjanesbrautin öll) þarna var rölt um verslað (aðallega kvenpeningurinn), ég kíkti þó í einar 2 búðir, keypti mér Sketcher skó tvenn pör fyrir 1 1/2 verð, samtals 60 $ og jú 2 levi's boli á 10 $ stk. síðan var tekin smá smókpása því það skall á þvílíkt þrumu veður með tilheyrandi vatsflóði að ekki var hægt að rölta á milli í Outlettinu en ungakvennfólkið dvaldi allann tímann inni í leindarmálinu hennar Victoríu ( ég kalla það naríubúðina hehe) og kom ekki út fyrr en "óveðrið" var yfirstaðið. Síðan var kíkt á matartorgið (torg með helling af matsölustöðum) líkt og torgið í Krinlunni (bara "aðeins" stærra. Eftir það hélt hópurinn í átt að bílnunum sem kunningjafólkið var á og hann fannst að lokum (auðvelt að fara út á röngum stað þarna). Ákváðum að hittast í kvöld hjá þeim í húsinu sem þau leigja og halda sundlaugargrillpartý og hafa það næs. Dóttlan ættlar að kíkka aðeins í outletið aftur og fara í einhverja búð sem hún átti eftir að kíkka í en ég ættla að skella mér í Florida Mall og kaupa mér M&M og eins og einn Dellara á ca 700$, síðan er planið eftir helgi að kíkka í garðana hjá Disney, Sea World, Wet'N Wild (ég ættla sko bara að lyggja í leisíriver hehe).

Nú er staðan þannig að klukkan er rétt um 11 að morgni þegar ég pikka þetta og gamli maðurinn búinn að skella sér í morgunmat, sólbað, sund, sturtu og meira kaffi og ekki komið hádegi, dóttlan sefur að sjálfsögðu, það bara er ekki í planinu að vakkna fyrir hádegi, en samt er hægt að bölva sólarleysinu sem vill stundu verða síðdegis, en að drífa sig á fætur fyrr,,,,nei ekki til í dæminu, ég bara get ekki vorkennt henni þó hún fái littla sól.

bæ í bili (farinn út í smók og kaffi og sól og hita.)


Bara heitt

Hér er bara heitt og ég er búinn sl hálftíma að reyna að setja inn myndir bæði af netinu (síðunni hennar Selmu) og eins úr tölvunni beint og ég bara segi eins og er ég nenni því ekki því það tekur ca 5 mín að velja mynd flytja og ganga frá svo er ekki hægt að flytja nema eina mynd í einu og ég bara....arrrrrggggg nenni ekki að vera að eyða slóðum á 5 sec. fresti því þessi tölva er músarlaus og frekar næm með "select" við músarfærslu svo ég er alltaf að velja einhverjar mydir þegar ég er að færa músina og ég bara nenni ekki meir .....í bíli en það eru einhverjar myndir á sérstakri florida síðu sem Selma setti upp hér Núna er bullandi hiti hér inni í lobbýinu, fullt af fólki og loftkælingin er eitthvað í messi enn (var komin í lag í gær) þannig að ég er farinn út í sturtu (rigninguna) að fá mér smók og kaffi


Mættum á svæðið

Nú erum við hér í 30° hita og hæfilegri sól fyiri "byrjendur". Búin að labba aðeins um og kanna kunnugar byggingar og restauranta allt með kyrrum kjörum, stórsteikur í gær t-bone fyrir mig og sirlon fyrir dömuna og verðið maður ekki er það til að gera mann gjaldþrota 26 dollarar allur pakkin, desert buffet á eftir fylgdi með í pakkanum. Eina sem er að plaga okkur er að síminn minn, sem n.b.er yngri en sá gamli sem ég var með virkar víst ekki hér í usa bara evrópukerfið þannig að ég verð að setja mitt kort í síma dótturinnar til að geta verið í símasambandi við umheiminn og þar með er allt öryggi farið ef við týnum hvort öðru eins og við gerðum þegar við fórum í Mall at Millenina (svona 10 Smáralindir) og fórum að leita hvort að öðru en það að finnast þarna aftur var tær snilld og heppni. Stress og læti hjá mér og smá stress hjá dóttlunni líka svo núna erum við að spá í að kaupa annaðhvort ódýrann síma eða labb rabb tæki til að hafa með okkur þegar við förum í stærri verslanir.

Um bílaleigu kapitulann í þessarri ferð er alveg hægt að skrifa sérstakann kapitula ( læt það vera) stikkla bara á stóru, bíll í 15 daga átti að kosta 380$ + gps tæki (12$/dag) mátti greiðá með debet átti bara að borga 400$ í tryggingu sem ég fengi til baka þegar ég skilaði bílnum, ok allt næstum klárt þegar ég spurði fyrir rælni hvort ekki væru allar tryggingar inni i þessum pakka (sem var eins gott) en þá sagði dúddinn bara si sonna  nei nei við eigum eftir að bæta þeim við!!!!!

ok sagði ég bættu þeim við láttu mig vita hvað þetta kostar í heildina og jú jú pakkinn fór í tæpa 1500 dollara ég bjara já já fékk andateppu, aukahjartslátt og bara veit ekki hvað, bað að heilsa sagist ættla að sofa á þessu fram yfir helgi og bað að heilsa þeim, kom sem sagt í ljós að þetta var ekki eins auðvelt og ég hélt þetta átti að vera bara pís of keik og þegar svoleiðis er í boði þá hringja allar varúðarbjöllur sem ég á til.

Nú á taka myndavélin með þegar við förum út úr húsi á eftir (klukkan er hálf níu  að morgni) og verður vonandi settar inn myndir hér fljótlega.

Ég vissi það að ég átti að taka apa bestaskinn með hingað út þá hefði þetta með bílaleigubílinn ekki komið uppá.

muna að kvitta takk.


Þar kom að því

Þessi spjallaði við okkurJæja ÉG er farinn að spjalla aðeins betur við þennann------->

Api besta skinn

api%20II[1]Þessi stóð sig með hreint ágætum í gær.

Allt að bresta á


Eins og alþjóð veit (þjóð veit þá þrír vita!) er ég að skreppa til USA (Florida) núna í næstu viku, ættlaði að kaupa mér $ í dag en kerfið hjá Glitni klikkaði um einn dag (nýr maður í fyrirtækjaþjónustunni klikkaði smá) hehe ættla ekkert að fara að nefna hann hér enda fínn náungi og gott að spjalla við hann (um annað en bankamál). Þannig að ég verð að hundskast í bankann annaðhvort á eftir í Smáralindina eða bara í fyrramálið (og taka sénsinn á að $ hækki ekki í nótt) hefur hann hækkað um heila krónu núna á sl. sólarhring þannig að ég tapa á þessu klikki hjá Glitni, ættla samt bara að vera fúll út í þá en ekki rukkka þá um mismuninn (ekki að sinni).

Er í vinnufríi fram að kvöldi II. í Hvítasunnu og vinn þá í 4 nætur og fer svo í flug á föstudeginum 16. þannig að ég ætti að vera sæmilega langvakinn til að geta náð mér í einhverja kríu í rellunni á leiðinni út.

Meiningin er svo að setja hér myndir inn á síðuna annaðhvort hér á bloggið sjálft eða í myndaalbúmið "Florida 2008" ef ég get eða kann það. Hef ekkert æft mig í því og frumreyni það bara þegar ég verð kominn út.

Annars er allt gott að frétta af austur vístöðvunum í bili alla vega, prentarinn kominn í lag svo nú get ég farið að versla miða í Disney (MGM, Epcot og Animal Kingdom) á netinu, þarf víst að prenta miðana út sem þeir senda mér svo í meili (eða vona það).

Annað var það ekki í bili ,,,,,jú þessir fáu sem kíkka hér inn verða ekki settir á aftökulista þó þeir kvitti fyrir innlitið.

Þessi er í Universal Studio og verður örugglega skoðaður aftur 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband