Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Hver um hvað frá hverju til hvers.

Ég um mig frá mér til mín átti þetta nú að vera. Mega hress eftir kosningarnar, bölva þessari svínaflensu sem er að skjóta upp kollinum. Viðbrögð við henni eru eins og sér Íslenskt erfðagen. Ekki að reyna að koma í veg fyrir að hún berist hingað til lands heldur "bregðast við þegar hún ER komin" til landsins. En kannski  er ekki hægt að koma í veg fyrir að hún berist til landsins.

Eitt er að vera snillingar í að vinna okkur út úr erfiðleikum trekk í trekk og vera stoltir af því. Hvað með að setja markið aðeins hærra. Gerast snillingar í að koma okkur  EKKI í einhverja erfiðleika (til að vera svo snillar að vinna okkur út úr þeim) það hlýtur að vera miklu auðveldara.

Hvort á að ganga í ESB eða ekki? Ég er tilbúinn í að svara því þegar ég veit hvað er í boði (hvað við fáum og hvað við þurfum að borga). Meðan það er ekki vitað get ég ekki tekið afstöðu að einhverju viti.

Annars er ég furðu hress bara, nánast vegg brattur og að spá í að bregða mér norður á laugardaginn EF það er blogg hittingur á Kaffi Karólínu en ég fæ engar fréttir af því enn.


Það er komið SUMAR

Kæru landsmenn nær og fjær

það er komið

SUMAR

Gleðilegt sumarCool

 


Allt á Hemma.

Nú er að treysta á að Hemmi standi vaktina vel, svo vel að þeir fari með öll 3 stigin heim úr þessum leik.

Annars bara eitur hress.


mbl.is Hermann og Ronaldo í byrjunarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðupottur á Nesinu

Vonandi sýður uppúr. Það er hvergi minnst á að það eigi að hætta að veiða þennan fisk. Bara verið að minnka "eignarhald" sjálftöku greifanna á óveiddum afla úr sameiginlegri  þjóðareign.

Bendið mér á hvar talað er um að hætta að veiða þessi 20% sem fyrningarleiðin er.

Málsvarar LÍÚ og Sægreifanna eru ótrúlega margir, hvernig væri að spyrja þessa háu herra sem telja sig "eiga" óveiddan fisk í sjónum, hvernig þessi störf tapist sem þeir hræða fólkið með, hvort þeir séu hræddir um að þessi fiskur deyi óveiddur, bara af því að aðrir en þeir eiga að fá að veiða hann.

Hvað er "kvótaeigandi" skyldugur að veiða mikið af úthlutuðum kvóta sjálfur?

Ef hann getur ekki veitt hann allan sjálfur þá er hann með of mikinn kvóta miðað við veiðigetu (nema í undantekningar tilfellum)


mbl.is „Sýður á mönnum vegna 5% landsbyggðarskattsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Letihaugarnir nenna ekki, þeir duglegu fara strax.

Nú fara garða úrgangs pokarnir að sjást víða (sjást reyndar víða nú þegar). Fólk heldur að það sé laust allra mála bara með því að setja ruslið í svartan poka og henda í hrúgu einhverstaðar.

Svo verður með þetta eins og jólatrén sem fólk lætur útfyrir túnfótinn (garðfótinn), og bíður eftir fyrsta rokinu, þá fer þetta allt á fljúgandi ferð, bílar mæta jólatrjám á 50km hraða eftir miðri götunni jafnvel.

Eins verður þetta með ruslið, nú fer að hvessa og ef þessir "duglegu" og sýnilega nískustu sem ætluðu að vera fljótir að koma sínu rusli í förgun á kostnað samborgaranna, verða ekki þeir fyrstu til að taka "sína" poka og fara með í förgun ó nei, þeir taka sénsinn á að hann "Einhver" geri það fyrir þá, þeir fara nú ekki að spandera í kerruleigu til að hengja aftan í 10 milljóna kr. myntkörfulána jeppann sinn. En hr. Einhver dó í fyrra og fór jarðarförin fram í kyrrþey að ósk Einhvers.

Þannig að nú verður Sérhver að hirða upp eftir sig og koma í förgun hjá Sorpu átvagli (hún bókstaflega étur allt,,,líka naglaspýtur).

Sanniði til bráðum förum við að mæta svörtum ruslapokum á 50km hraða, eftir miðri götunni og getum ekki ákveðið hvoru megin við pokann við eigum að aka.....svo við bara ökum yfir pokann með af klipptu trjágreinunum og vonum að við skemmum ekki undirvagninn á bílnum.

Þannig að nú er bara að halda sínu "garðhreinsirusli" í garðinum áfram og skila því í Sorpu til urðunar eða endurvinnslu (trjátætarann t.d.)

Kreppan heggur ekki bara í veski borgarbúa hún heggur líka í sjóði borgarinnar og voru þeir ekki bústnir fyrir.

Góðar stundir.


mbl.is Garðaúrgangurinn verður látinn liggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hund fúlt hvað vantaði lítið uppá

Ég sver það ég gerði sem ég gat. Ég horfði ekki á leikinn. Ekki einu sinni þó ég heyrði í fréttum á Stöð 2 hver staðan væri. En kannski var það nóg. Ég stóð nefnilega upp og fór að sofa fram að vinnu. Ég er farinn að halda að það að ég hafi heyrt um stöðuna í sjónvarpinu hafi sennilega dugað til að eyðileggja þetta allt. En hvað um það þetta er leikur sem ég verð að finna einhverstaðar endursýndan, hörku leikur.

Ég er ekkert mikið að hafa fyrir því að óska sigurvegurunum til lukku en samt Chelsea fylgjendur til lukku með ykkar menn.


mbl.is Chelsea komið í undanúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska þeir sem gleymdu að kaupa egg með málsháttum...

...mega velja einn hér!
Hér koma nokkrir málshættir, eða með öðrum orðum. Útúrsnúningar og spaug:
Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
Léttara er að sóla sig en skó.
Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
Ekki er aðfangadagur án jóla
Blankur er snauður maður.
Lengi lifa gamlar hræður.
Betra er langlífi en harðlífi.
Sá hlær oft sem víða hlær.
Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
Margur hefur farið flatt á hálum ís
Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
Heima er best í hófi.
Betri eru læti en ranglæti
Betri er uppgangur en niðurgangur.
Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.
Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er
Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.
Oft er grafinn maður dáinn.
Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
Oft er bankalán ólán í láni.
Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
Enginn verður óbarinn boxari.
Oft er dvergurinn í lægð.
Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
Illu er best ólokið.
Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
Ekki dugar að drepast.
Eitt sinn skal hver fæðast.
Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.
Blindur er sjónlaus maður.
Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.
Eftir höfðinu dansar limurinn.
Flasa er skalla næst.
Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
Margur geispar golunni í blankalogni.
Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn
Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.
Flestar gleðikonur hafa í sig og á.
Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
Betra er að hlaupa í spik en kekki.
Nakinn er klæðalaus maður.
Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.
Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.
Minkar eru bestu skinn.
Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.
Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.
Betra er að ná áfanga en að ná fanga.
Margur leggur "mat" á disk.
Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.
Betra er að vera eltur en úreltur.
Oft kemst magur maður í feitt.
Oft eru lík fremur líkleg.
Betra er áfengi en áfangi.
Ei var hátíð fátíð í þátíð.
Margur boxarinn á undir högg að sækja.
Betri eru kynórar en tenórar.
Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.
Til þess eru vítin að skora úr þeim.
Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.
Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.
Oft fara hommar á bak við menn.
Oft eru dáin hjón lík.
Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
Betra er að fara á kostum en taugum.
Greidd skuld, glatað fé.
Margri nunnu er "ábótavant".
Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.
Oft hrekkur bruggarinn í kút.
Margur bridsspilarinn lætur slag standa.
Oft er lag engu lagi líkt.
Oft svarar bakarinn snúðugt.
Betri er utanför en útför.
Margur fær sig fullsaddan af hungri.
Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.
Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
Oft fara bændur út um þúfur.
Víða er þvottur brotinn.
Oft fer presturinn út í aðra sálma.
Betra er að teyga sopann en teygja lopann
Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér

Kvittun fyrir syndir.

Svo er bara að bíða og sjá hvenær þeir veifa innleggsnótunni frá Landsbankanum og kvittun frá FL um að hafa lagt þetta inn á þá. Hef samt grun um að þeir tali um að skila þessu (þó þeir eigi ekki fyrir þessu) en voni að enginn fylgi því eftir að fylgjast með framvindu málsins.

Þið sem hafið aðstöðu og tíma til að fylgjast með látið mig vita.


mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungumálaörðugleikar?

Þetta hljóta bara að vera tungumálaörðugleikar.

Bara af því að þetta er uppáhalds keppandinn minn þó hann sé reyndar í "röngu" liði.

Liðið mitt er alveg með liðónýta ökumenn.

Annars bara góður fyrir helgina.


mbl.is Hamilton missir öll stigin - dæmdur úr leik í Melbourne
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband