Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hlutverk foreldra?

Er  það ekki lengur í hlutverki foreldra að veita börnum sínum "áfallahjálp" þegar þau komast ekki í nógu snobbaðan skóla, er það kannski hlutverk hins opinbera að veita þá sálgæslu sem þarf. Hér held ég að foreldrarnir, og þá sérstaklega það foreldrið sem hljóp með þetta í blöðin þurfi áfallasnobbhjálp en ekki unglingurinn, hann jafnar sig en mikið "skelfing hlýtur það að vera" að komast "aðeins" inn í MS........nú væri gott að viðkomandi blaðamaður héldi áfram með fréttina og spyrði spurninga eins og "hvað er að MS" eða þeim sem útskrifast þar?

Svei þessu "skítavesturbæjarsnobbpakki" segi ég nú bara. Ég vorkenni unglingnum að eiga svona snobbaða foreldra sem þyrftu snobbáfallahjálp við einfaldri synjun á skólavist vegna þess að einkunnirnar voru bara einfaldlega ekki nógu háar að mati viðkomandi skóla ....ekkert annað. Pakk sem telur sig yfir það hafið að einfaldar reglur dugi um það á ekki "betra" skilið en að komast í MS (þó ég skyldi vel að MS vildi ekki sjá svona snobb pakk)


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnir að segja þetta

Lögreglan var búin að segja að þetta gæti gerst, þ.e.a.s. að nú færu þeir að versla fyrirtæki fyrir dópgróðann vegna gjaldeyrishaftanna. Þeir geta ekki keypt gjaldeyrir vilt og galið og ekki fara þeir að  flytja verðlausar krónur úr landi í gámum. Gott á þetta pakk.
mbl.is Vék úr stjórn vegna rannsóknar lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband