Færsluflokkur: Bloggar
Hver var að spila við hvern??
30.11.2008 | 21:31
Samkvæmt fréttini var Tottenham að spila tvo leiki í einu......
Peter Crouch kom Portsmouth yfir gegn Blackburn, 1:0, á 49. mínútu.
Steven Pienaar kom Everton yfir gegn Tottenham á 51. mínútu, eftir snöggtekna aukaspyrnu, og staðan því 0:1.
Jermain Defoe skoraði fyrir Tottenham gegn Blackburn, 2:0, á 53. mínútu og kom bikarmeisturunum í vænlega stöðu.
Ég spyr hver var að spila við hvern? Var Tottenham að spila bæði við Blackburn og Everton.........eða var svona mikið drukkið af bjór við að fylgjast með leikjunum??????
Góðir sigrar Portsmouth og Everton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
JÁJ...
23.11.2008 | 10:41
Svo er fólk hissa á að Jón Ásgeir hafi ekki áhuga á að leggja Fréttablaðið í púkk inn í Árvakur, sem gefur Moggann út.
Ég held að plottið hafi verið að láta Jón ginna við tilboði um 36% í Árvakri, eftir ár yrði svo Fréttablaðið lagt niður, en bestu bitarnir fluttir yfir í Morgunblaðið og þá orðið einrátt á markaðum, Glittir hinn nýji keyrir Árvakur í þrot og kemur þannig fyrirtækinu í hendur "réttra" aðila aftur og síðan yrði gerð atlaga að Afþreyingu með þvi að beyta útvarpinu, fórnarkostnaðurinn yrði Skjárinn, undirbjóða auglýsingamarkaðinn og berjast þannig við keppinautinn.
Nei ég vona að Fréttablaðið lifi af og við höfum áfram hér tvo fjölmiðla og því mismunandi fréttir til að rífast um í framtíinni hvort sé með réttari fréttir eða ekki.
Mogginn má svo endurráða Sigmund, jafnvel þó hann teikni í svarthvítu.
Eigið svo góðar stundir, það ættla ég að gera.
Jón Ásgeir: Ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jón Ásgeir hugsar lengra
13.11.2008 | 17:45
Nú er það altalað að Glitnir ásælist Árvakur (mbl.is og moggann). Er sagður veifa skuldunum framan í núverandi eigendur. Hver skildi svo tilgangurinn vera? Ríkið að fara í blaðaútgáfu, nei ekki aldeilis því þetta er þeirra aðferð til að koma Árvakri í "réttar" hendur. Þ.e.a.s. selja það réttum aðilum og ég held að Jón Ásgeir sjái þetta og hugnist það réttilega illa. Einhver ástæða er fyrir tregðu hans að leggja Fréttablaðið inn í Árvakur sem einhvern 36% eignarhlut og vera þar í minnihluta ef eftir einhvern tíma þá ákveður svo stjórn Árvakurs að láta Fréttablaðið renna saman við Morgunblaðið að mestum hluta og leggja Fréttablaðið sem slíkt niður og geta engin áhrif haft á þá ákvörðun sem minnihlutaeigandi í Árvakri.
Hvort hann sé til í að vera í samstarfi við Landsprent um prentun Fréttablaðsin er allt annað mál, ég held að þar gæti verið um hagstæða hagræðingu í rekstri (og hugsanlega dreifingu) að ræða.
Lánið ekki frá innlendum bönkum segir Jón Ásgeir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
AO enn fyrstir.
31.10.2008 | 14:03
Nú versla allir við AO, hvað væri bensínverðið hátt ef þeir hefðu ekki komið inn á markaðinn?, þó þeir séu að sumu leyti ekkert skárri stundum en hinir "stóru", látum ekki fara fyrir okkur eins og Akureyringar gerðu þegar þeir vældu yfir háu verði á flugmiðum og Íslandsflug lækkaði verðið og fór í samkeppni við Flugfélgið, allir urðu voða kátir yfir lága verðinu svo FÍ lækkaði verðið líka, en létu Akureyringar Íslandsflug njóta þess að bjóða uppá lægra verð?, ó nei þegar FÍ lækkaði héldu allir áfram að fljúga með FÍ á lága verðinu svo Íslandsflug varð að hætta að fljúga norður, hvað gerði FÍ þá?, jú hækkuðu verðið strax aftur og Akureyringar sátu uppi með háa verðið aftur.
Þetta megum við ekki láta gerast og verslum því við AO áfram svo þeir verðí ekki að hætta og "Þeir stóru" geti ráðið alfarið verðinu hér á landi á bensíninu, nógu hátt er það samt. Þegar verð á bensíni verður komið niður fyrir 100kr. (sem mér finnst að það ætti raunar að vera komið) þá verð ég fúsari á að nota bílinn minn meira.
Eigið svo góðann dag og fagnið með fótboltastelpunum.
Verðlækkun hjá Atlantsolíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flottur hópur
24.10.2008 | 14:22
Þarna er kominn sá sem vildi ekki vera "ferðamaður" í Peking, (enda mikklu skemmtilegra sem hann var að gera í staðinn) og ég sem ÍR-ingur fagna þessum hóp, Stulli, Einar Hólmgeirs, Diddi, Hreiðar og Ragnar Óskars allt fyrrum ÍR-ingar síðan bíður Bjarni Fritz þess að verða heill. Er þetta ekki uppistaðan í liðinu sem rústaði (bjargaði) Spánverjaleiknum á Hlíðarenda í æfingarleik fyirr Ol? þegar viðsnúningurinn var 7 - 0 þegar "reynsluboltarnir" voru hvíldir, leiðréttið mig endilega ef þetta er rangt. þetta er myndarlegur hópur (allir ekki bara þeir sem ég taldi upp hér að framan)......bara svo það misskiljist ekki, fleirri ættla ég ekki að telja upp sem mér finnst að ættu að vera hér, sumir úr HK, Haukum og í öðrum liðum.
Svo er bara að mæta á leikinn á miðvikudaginn og hvetja strákana (og láta Kidda B senda beint frá Noregi) allavega senda link ef það verður hægt að horfa á leikinn á netinu.
Allir út í snjókast (meðan snjórinn er).
Guðmundur velur landsliðshópinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til sölu......
23.10.2008 | 15:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er lag..
22.10.2008 | 17:42
....að fá þá heim í Austurbergið, þeir munu örugglega nýtast þar betur en hjá Haukum.
Nei bara að grínast....það er flott lið í Austurberginu,,,,,en alltaf hægt að bæta góðum við.
Þetta er sennilega einn anginn af fjármálakreppunni, nú verða menn bara að stunda vinnu og æfa fyrir klúbbana ekki fyrir peninga. Þá kemur í ljós hverjir eru að spila fyrir klúbbana en ekki aurinn.
Tryggvi og Hafsteinn ekki með Haukum í vetur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir út að aka....
17.10.2008 | 10:03
Atlantsolía lækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Efnahagsvandinn í hnotskurn?
4.10.2008 | 14:55
Davíð Oddsson og Geir Haarde sitja saman í einu flugi. Þegar Davíð segir skyndilega.
-Ef ég myndi henda þúsund krónum út um gluggann, þá myndi ég gera eina persónu glaða.
-Geir svarar og segir. Ef ég myndi henda 10-þúsund út um gluggann, þá myndi ég gera 10 persónur glaða í dag.
-Flugstjórinn hlustar eftir þeirra tali og segir til þeirra. Ef ég myndi henda ykkur báðum út af fluginu. Þá myndi ég gleðja heila þjóð!!!!
ps ég stal þessum frá bloggvinkonu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er leppurinn fundinn
30.9.2008 | 16:03
Björn Bjarna er búinn að finna skriðdýrirð sjá hér. Við skulum rétt vona Björns vegna að hann reynsit samningaliprari við Dómsmálaráðuneytið en forveri hans.
Eigið svo góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)