STUNDIN NÁLGAST
27.2.2008 | 12:18
Jæja loksins. Nú stendur til að fara að blogga hér aftur því stundin nálgast óðum að við feðginin förum til Florida aftur, bara gaman að því, þessi mynd sem er hér á síðunni er tekin á 1. degi í ferðinni sem við fórum árið 2006 mér fannst ekki við hæfi að setja myndir úr ferðinn sem við fórum 2002 enda skvísan þá bara rétt að verða 12 ára.
Hún á eftir að standa á þessari sömu götu (International Drive) og þá mun hún vera sennilega á leiðinni á Ponderosa veitingastaðinn okkar við þessa götu, þarna er líka frábært kaffihús Bad Ass sem er með interneti sem við ættlum að nota til að setja myndir inn á þessa síðu meðan við verðum úti en planið er hálfur mánuður frá 16 mai - 31 mai, skvísan er voða happy með það að þurfa ekki að eyða 17. júní úti en það var gert þarna 2006 og á Krít 2007 við lítinn fögnuð skvísunnar, sjálfum var mér slétt sama hvar við vorum á þessum degi.Jæja þá er komið nóg af þessu í bili og tími til kominn að fara og stilla þessa mynd af hvar ég vil hafa hana....nógu erfitt var að læra að koma þessu hér fyrir en núna er að stilla hvar hún verður miðað við textann hérna.
Athugasemdir
Nú er ráð að skila mér apanum !
Halldóra Hannesdóttir, 27.2.2008 kl. 14:56
Ekki glæta þú hefur sjóann en ég ekki.
takk fyrir kvittið
Sverrir Einarsson, 27.2.2008 kl. 21:28
úffff.........alltaf sama sagan með þig væni minn, endar alltaf með því að ég þarf að "stelonum"
Halldóra Hannesdóttir, 27.2.2008 kl. 23:15
Veðrið í Orlando http://www.wesh.com/weather/index.html Humm ekki laust við smá öfund hér
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 2.3.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.