Lífshlaup eða háð.......hvað haldið þið?
12.4.2008 | 01:59
Ég hef verið að glugga í gamlar ljóða og vísnabækur sem ég á og þá rekist á vísur og ljóð sem mér finnst hafa borið af og einhverra hluta vegna höfðað meira til mín en annað við lesturinn, sumt út af háðinu sem ég les úr því sumt út af því að mér finnst það vera tær snilld og sumt af þvi að mér finnst það svo allt allt öðruvísi en annað sem ég hef lesið eftir aðra höfunda og þar trónir Steinn Steinarr hæst. þetta sem hér byrtist er búið að vera í uppáhaldi hjá mér lengi.
Ferðasaga
Það var fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining þess ferðalags var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með þökkum þegið,
þvi þetta var skipstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Höf. Steinn Steinarr
Athugasemdir
Halldóra Hannesdóttir, 12.4.2008 kl. 02:00
Ég var að koma þessu á Réttann stað haddna meðan þú skoðaðir.
Sverrir Einarsson, 12.4.2008 kl. 02:13
LOL
Halldóra Hannesdóttir, 12.4.2008 kl. 02:13
gamle ven ertu eitthvað á spallinu á msn eða er það gamla góða irkið sem er enn í gangi ?
Halldóra Hannesdóttir, 12.4.2008 kl. 02:18
það er gamla góða ircið sem blífur hvað er þetta MSN?????????
Sverrir Einarsson, 12.4.2008 kl. 02:21
addaðu þér inná msn allir þeir bestu hættir á irk haha
Halldóra Hannesdóttir, 12.4.2008 kl. 02:23
Veit ekkert hvar þetta msn er og hver er þessi Adda??????
Nei ég er ekki með msn uppsett hjá mér og nenni því ekki núna .....þú kannski kennir mér á það í gegnum ircið bara seinna. bara þegar þú nennir.....en bælið kallar hátt.
Sverrir Einarsson, 12.4.2008 kl. 02:27
þú verður að láta dóttluna setja msn upp fyrir þig, ég allavegna varð að kalla á unglinginn á þessu heimili um daginn þegar ég var að uppfæra tölvuna mína, hún allvegna verður enga stund að því en addið mitt er halldora_h@hotmail.com
Halldóra Hannesdóttir, 12.4.2008 kl. 02:31
issss ircið er löngu orðið líflaust
Dísa Dóra, 12.4.2008 kl. 20:59
Auðvitað Dísa Dóra, allt skemmtilega fólkið hætt að irka *hóstakast*
Halldóra Hannesdóttir, 12.4.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.