Allt að bresta á
8.5.2008 | 16:45
Eins og alþjóð veit (þjóð veit þá þrír vita!) er ég að skreppa til USA (Florida) núna í næstu viku, ættlaði að kaupa mér $ í dag en kerfið hjá Glitni klikkaði um einn dag (nýr maður í fyrirtækjaþjónustunni klikkaði smá) hehe ættla ekkert að fara að nefna hann hér enda fínn náungi og gott að spjalla við hann (um annað en bankamál). Þannig að ég verð að hundskast í bankann annaðhvort á eftir í Smáralindina eða bara í fyrramálið (og taka sénsinn á að $ hækki ekki í nótt) hefur hann hækkað um heila krónu núna á sl. sólarhring þannig að ég tapa á þessu klikki hjá Glitni, ættla samt bara að vera fúll út í þá en ekki rukkka þá um mismuninn (ekki að sinni).
Er í vinnufríi fram að kvöldi II. í Hvítasunnu og vinn þá í 4 nætur og fer svo í flug á föstudeginum 16. þannig að ég ætti að vera sæmilega langvakinn til að geta náð mér í einhverja kríu í rellunni á leiðinni út.
Meiningin er svo að setja hér myndir inn á síðuna annaðhvort hér á bloggið sjálft eða í myndaalbúmið "Florida 2008" ef ég get eða kann það. Hef ekkert æft mig í því og frumreyni það bara þegar ég verð kominn út.
Annars er allt gott að frétta af austur vístöðvunum í bili alla vega, prentarinn kominn í lag svo nú get ég farið að versla miða í Disney (MGM, Epcot og Animal Kingdom) á netinu, þarf víst að prenta miðana út sem þeir senda mér svo í meili (eða vona það).
Annað var það ekki í bili ,,,,,jú þessir fáu sem kíkka hér inn verða ekki settir á aftökulista þó þeir kvitti fyrir innlitið.
Þessi er í Universal Studio og verður örugglega skoðaður aftur
Athugasemdir
hmm.....hvar er apinn minn?
Halldóra Hannesdóttir, 8.5.2008 kl. 17:06
Held að hann hafi orðið eftir hjá tannlækninum í dag....svo er auðvitað ferðataskan hans reddí og passinn hans.
Sverrir Einarsson, 8.5.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.