Mættum á svæðið

Nú erum við hér í 30° hita og hæfilegri sól fyiri "byrjendur". Búin að labba aðeins um og kanna kunnugar byggingar og restauranta allt með kyrrum kjörum, stórsteikur í gær t-bone fyrir mig og sirlon fyrir dömuna og verðið maður ekki er það til að gera mann gjaldþrota 26 dollarar allur pakkin, desert buffet á eftir fylgdi með í pakkanum. Eina sem er að plaga okkur er að síminn minn, sem n.b.er yngri en sá gamli sem ég var með virkar víst ekki hér í usa bara evrópukerfið þannig að ég verð að setja mitt kort í síma dótturinnar til að geta verið í símasambandi við umheiminn og þar með er allt öryggi farið ef við týnum hvort öðru eins og við gerðum þegar við fórum í Mall at Millenina (svona 10 Smáralindir) og fórum að leita hvort að öðru en það að finnast þarna aftur var tær snilld og heppni. Stress og læti hjá mér og smá stress hjá dóttlunni líka svo núna erum við að spá í að kaupa annaðhvort ódýrann síma eða labb rabb tæki til að hafa með okkur þegar við förum í stærri verslanir.

Um bílaleigu kapitulann í þessarri ferð er alveg hægt að skrifa sérstakann kapitula ( læt það vera) stikkla bara á stóru, bíll í 15 daga átti að kosta 380$ + gps tæki (12$/dag) mátti greiðá með debet átti bara að borga 400$ í tryggingu sem ég fengi til baka þegar ég skilaði bílnum, ok allt næstum klárt þegar ég spurði fyrir rælni hvort ekki væru allar tryggingar inni i þessum pakka (sem var eins gott) en þá sagði dúddinn bara si sonna  nei nei við eigum eftir að bæta þeim við!!!!!

ok sagði ég bættu þeim við láttu mig vita hvað þetta kostar í heildina og jú jú pakkinn fór í tæpa 1500 dollara ég bjara já já fékk andateppu, aukahjartslátt og bara veit ekki hvað, bað að heilsa sagist ættla að sofa á þessu fram yfir helgi og bað að heilsa þeim, kom sem sagt í ljós að þetta var ekki eins auðvelt og ég hélt þetta átti að vera bara pís of keik og þegar svoleiðis er í boði þá hringja allar varúðarbjöllur sem ég á til.

Nú á taka myndavélin með þegar við förum út úr húsi á eftir (klukkan er hálf níu  að morgni) og verður vonandi settar inn myndir hér fljótlega.

Ég vissi það að ég átti að taka apa bestaskinn með hingað út þá hefði þetta með bílaleigubílinn ekki komið uppá.

muna að kvitta takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Apinn hætti við að fara til Bahama og er hérna hjá mér, enda gefur á sjóinn dag eftir dag  Njóttu frísin minn kæri. kveðja úr þoku og súld í langtífjarbuskan.

Halldóra Hannesdóttir, 18.5.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband