Ballið að verða búið
29.5.2008 | 23:14
Gærdagu rinn var frábær, allt sem hægt var að skoða var skoðað Animal Kingdom (Dýra Kógsveldið).
Farið í Safari ævintýri, sem að hluta var tekið upp, (af lélegum videóra), þannig að það er voða ruglingslegt að horfa á það, en þar sjást bæðið flóðhestar, fílar, antilópur og fleirra smálegt, nokkrar apategundir, þjófóttar geitur, hélt nú bara að hún væri að þefa að mér en hún var að leita að æti og fann kort af garðinum sem stóð rétt upp úr vasanum og var ekki lengi að troða öllu trýninu í vasann til að éta af kortinu en ég náði að bjarga því á síðustu stundu, allt annað var bara sekmmtilegt að gera og bara labba um í garðinum, plataði dóttur mína í lestarferð upp í Everest sem var meiriháttar rússíbanaferð en í staðinn fór ég með henni í söngleikjahús um Finding Nemo sem var svo sem ok en ég hef ekki séð myndina þannig að það nýttist mér frekar lítið en samt gaman.
Í dag var svo sofið yfir sig og ekki farið í Aquateck vatnagarðinn fyrr en um 10 leitið í morgun og þar var sko tekið á því, allar rennibrautir skannaðar í þaula buslað í öldugarðinum, borðaðir þeir dýrustu hamborgarar sem ég hef étið um ævina hér úti en það kostaði okkur um 45$ að kaupa "all day pass" (kvöldsteikin okkar kostar um 35 $ þannig að þetta er rándýrt en ok einu sinni á ævinni, allt sem selt er reyndar í görðunum er fok dýrt, Selma ættlar að setja inn myndir á síðuna sína og ég dunda mér við að reyna að koma videoinu hér inn á þessa síðu þegar ég verð kominn heiml,
Brunaliðið er á neyðarvakt útaf öxlunum á mér eftir daginn en annars er bara allt fínt að frétta, Walt Disney garðurinn Epcot er á dagskrá á morgun og svo slappað af á laugardaginn og hugað að heimferð en við eigum flug heim kl 19 héðan og lendum ca 6 á Sunnudagsmorguninn heima.
Farið vel með ykkur og munið að kvitta takk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.