Í nám á fullum launum!

Auðvitað segir hann sig úr öllum nefndum (hvað voru þær margar) en ekki úr borgarfulltrúasætinu því þá væri hann launa laus þetta er tóm svífyrða og ekki ásættanlegt fyrir okkur borgarbúana að hann fljúgi heim á borgarfundi (sem eru hvað tíðir?). Og borgar hann þetta úr eigin vasa (sennilega). Hvað hefur hann í laun frá okkur borgarbúum á meðan hann er í námi. Samt gott að hann sjái að hann þurfir að læra störfin (sem hann er á fullum launum við að læra), kannski gæti hann kennt einhverjum hvernig á að hafa það gott í fullu námi á kostnað borgarbúa þannig að hann gæti þá bæði kennt og lært.

Var einhver að tala um spillingu..........tja mar spyr sig 


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óttalegt tuð er þetta....

Borgarfulltrúar fá stóran hluta launa sinna í gegnum nefndarsetu og sérstaklega ef þeir eru formenn nefnda. Það er því ljóst að GMB mun lækka verulega í launum við þetta. Auðvitað hlýtur hann að borga fyrir námið úr eigin vasa - það er bara fáranlegt að gefa í skyn að borgin greiði fyrir það.

Margir eru að gefa í skyn að borgin muni greiða fyrir flugferðir. Er einhver fótur fyrir því. Ég held ekki.

Mér finnst þetta ósköp mikið tuð að vera neikvæður út í þegar borgarfulltrúi tekur sér frí frá störfum til að læra borgarfræði. Mér finnst þetta vera virðingarvert þó svo ég hafi aldrei kosið GMB eða hans flokk. 

Þreyttur á tuði (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Borgarfulltrúar eru á þokkalega góðum launum, bæði aðal og vara menn.

Eigðu svo góðann dag,

ps. ef haft er  orð á því sem fólki finnst óréttlátt þá er ekki að furða þó það þrífist spilling á landinu góða þegar það er tekið sem tuð. hehe.

Sverrir Einarsson, 14.8.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ef það er ekki meira mál að vera borgarfulltrúi en svo að því sé hægt að sinna á skólabekk erlendis þá er spurningin, hvað er verið að gera við svona marga hausa þarna? Væri ekki nær að fækka þessum dansandi Apahóp þannig að um fulla vinnu væri að ræða fyrir kannski 5 til 7 kvikindi max...

Hallgrímur Guðmundsson, 14.8.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband