Hvað ættli olían hækki mikið hér heima?
15.9.2008 | 09:22
Já þetta er ekki prentvilla ég vil meina að olían hafi verið að hækka hér heima í gríð og erg undanfarið í formi aukinnar álagningar (ekki lengur "krafa um endurspeglun á heimsmarkaðsverði").
Það sem ekki lækkar þegar innkaupsverðið lækkar er í raun að hækka til neytenda í formi hærri álagningar því ef álagningin væri sú sama myndi verðið stöðugt hafa verið að lækka frá miðju ári þegar olíuverð var í sögulegu hámarki......það er enn í sögulegu hámarki hér heima þó olía hafi lækkað um nær 40% á heimsmarkaðverði eða úr tæpum 150$ fatið í rétt tæpa 100$ nú í gær.
Segið svo að þetta séu ekki krimmar sem reka þessi fyrirtæki....allavega eru það ekki þjónustuaðilar að reka þetta núna.
Og afhverju þorir ENGINN fjölmiðill að særa þá fram í dagsljósið í viðtal núna og blöð nær hætt að fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu.....eða bara olíuverð yfirleitt?
Verð á hráolíu niður fyrir 99 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var sömu skoðunar alveg þangað til ég reiknaði dæmið út í gær.
Málið er bara þannig að dollarinn gagnvart krónunni er búinn að hækka meira en olían er búin að lækka síðustu 6 vikurnar.
Stærsti hluti lækkunar á olíuverðinu er vegna styrkingu dollarans og því eð bara eðlilegt að sú breyting komi út á núlli fyrir íslendinga.
Á sama tíma er gengisvísitalan í sögulegu hámarki og er búin að veikjast um 1,6% í morgun.
Núna virðist hinsvegar dollarinn vera eitthvað að gefa eftir og olían er búin að lækka um 4% í dag.
Ég hef því fulla trú á að við sjáum lækkun á bensínverði hérna heima næstu daga en svo er annað mál hvort sú lækkun verður í takt við breytingarnar erlendis. Mér finnst líklegt að það verði bara þessi klassíska 1-2 krónur.
Balsi (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:42
Reiknum dæmið rétt. Gengið og þróun þess skiptir ekki máli ef öll verð eru reiknuð í íslenskum krónum á gengi hvers dags fyrir sig. Við borgum jú fyrir dropann í íslenskum krónum, ekki satt?
Frá því bensínlítrinn var sem hæstur í júlí hefur hann lækkað um rúm 6% á bensínstöðvunum, í krónum talið, til dagsins í dag. Á sama tíma hefur heimsmarkaðsverðið í íslenskum krónum lækkað um tæp 22% (gengishrun hefur engin áhrif, miðað er við verð í krónum, ekki dollurum).
Það er nokkur munur á 6% lækkun olíufélaganna og 22% lækkun heimsmarkaðsverðsins!! Hvert fór mismunurinn?
Í dollurum talið hefur heimsmarkaðsverðið hins vegar lækkað um tæp 48% á sama tíma. Mismunurinn á þeirri prósentulækkun og prósentulækkuninni í íslenskum krónum er gengishrun krónunnar gagnvart dollar á þessum tíma.
Q.E.D.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.