Flottur hópur
24.10.2008 | 14:22
Þarna er kominn sá sem vildi ekki vera "ferðamaður" í Peking, (enda mikklu skemmtilegra sem hann var að gera í staðinn) og ég sem ÍR-ingur fagna þessum hóp, Stulli, Einar Hólmgeirs, Diddi, Hreiðar og Ragnar Óskars allt fyrrum ÍR-ingar síðan bíður Bjarni Fritz þess að verða heill. Er þetta ekki uppistaðan í liðinu sem rústaði (bjargaði) Spánverjaleiknum á Hlíðarenda í æfingarleik fyirr Ol? þegar viðsnúningurinn var 7 - 0 þegar "reynsluboltarnir" voru hvíldir, leiðréttið mig endilega ef þetta er rangt. þetta er myndarlegur hópur (allir ekki bara þeir sem ég taldi upp hér að framan)......bara svo það misskiljist ekki, fleirri ættla ég ekki að telja upp sem mér finnst að ættu að vera hér, sumir úr HK, Haukum og í öðrum liðum.
Svo er bara að mæta á leikinn á miðvikudaginn og hvetja strákana (og láta Kidda B senda beint frá Noregi) allavega senda link ef það verður hægt að horfa á leikinn á netinu.
Allir út í snjókast (meðan snjórinn er).
Guðmundur velur landsliðshópinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.