Jón Ásgeir hugsar lengra

Nú er það altalað að Glitnir ásælist Árvakur (mbl.is og moggann). Er sagður veifa skuldunum  framan í núverandi eigendur. Hver skildi svo tilgangurinn vera? Ríkið að fara í blaðaútgáfu, nei ekki aldeilis því þetta er þeirra aðferð til að koma Árvakri í "réttar" hendur. Þ.e.a.s. selja það réttum aðilum og ég held að Jón Ásgeir sjái þetta og hugnist það réttilega illa. Einhver ástæða er fyrir tregðu hans að leggja Fréttablaðið inn í Árvakur sem einhvern 36%  eignarhlut og vera þar í minnihluta ef eftir einhvern tíma þá ákveður svo stjórn Árvakurs að láta Fréttablaðið renna saman við Morgunblaðið að mestum hluta og leggja Fréttablaðið sem slíkt niður og geta engin áhrif haft á þá ákvörðun sem minnihlutaeigandi í Árvakri.

Hvort hann sé til í að vera í samstarfi við Landsprent um prentun Fréttablaðsin er allt annað mál, ég held að þar gæti verið um hagstæða hagræðingu í rekstri (og hugsanlega dreifingu) að ræða.


mbl.is Lánið ekki frá innlendum bönkum segir Jón Ásgeir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já ekki vil ég fréttablaðið og moggann í eina sæng. Kvitt og kveðjur frá Skerinu.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.11.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband