Letihaugarnir nenna ekki, þeir duglegu fara strax.

Nú fara garða úrgangs pokarnir að sjást víða (sjást reyndar víða nú þegar). Fólk heldur að það sé laust allra mála bara með því að setja ruslið í svartan poka og henda í hrúgu einhverstaðar.

Svo verður með þetta eins og jólatrén sem fólk lætur útfyrir túnfótinn (garðfótinn), og bíður eftir fyrsta rokinu, þá fer þetta allt á fljúgandi ferð, bílar mæta jólatrjám á 50km hraða eftir miðri götunni jafnvel.

Eins verður þetta með ruslið, nú fer að hvessa og ef þessir "duglegu" og sýnilega nískustu sem ætluðu að vera fljótir að koma sínu rusli í förgun á kostnað samborgaranna, verða ekki þeir fyrstu til að taka "sína" poka og fara með í förgun ó nei, þeir taka sénsinn á að hann "Einhver" geri það fyrir þá, þeir fara nú ekki að spandera í kerruleigu til að hengja aftan í 10 milljóna kr. myntkörfulána jeppann sinn. En hr. Einhver dó í fyrra og fór jarðarförin fram í kyrrþey að ósk Einhvers.

Þannig að nú verður Sérhver að hirða upp eftir sig og koma í förgun hjá Sorpu átvagli (hún bókstaflega étur allt,,,líka naglaspýtur).

Sanniði til bráðum förum við að mæta svörtum ruslapokum á 50km hraða, eftir miðri götunni og getum ekki ákveðið hvoru megin við pokann við eigum að aka.....svo við bara ökum yfir pokann með af klipptu trjágreinunum og vonum að við skemmum ekki undirvagninn á bílnum.

Þannig að nú er bara að halda sínu "garðhreinsirusli" í garðinum áfram og skila því í Sorpu til urðunar eða endurvinnslu (trjátætarann t.d.)

Kreppan heggur ekki bara í veski borgarbúa hún heggur líka í sjóði borgarinnar og voru þeir ekki bústnir fyrir.

Góðar stundir.


mbl.is Garðaúrgangurinn verður látinn liggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband