Hver um hvað frá hverju til hvers.

Ég um mig frá mér til mín átti þetta nú að vera. Mega hress eftir kosningarnar, bölva þessari svínaflensu sem er að skjóta upp kollinum. Viðbrögð við henni eru eins og sér Íslenskt erfðagen. Ekki að reyna að koma í veg fyrir að hún berist hingað til lands heldur "bregðast við þegar hún ER komin" til landsins. En kannski  er ekki hægt að koma í veg fyrir að hún berist til landsins.

Eitt er að vera snillingar í að vinna okkur út úr erfiðleikum trekk í trekk og vera stoltir af því. Hvað með að setja markið aðeins hærra. Gerast snillingar í að koma okkur  EKKI í einhverja erfiðleika (til að vera svo snillar að vinna okkur út úr þeim) það hlýtur að vera miklu auðveldara.

Hvort á að ganga í ESB eða ekki? Ég er tilbúinn í að svara því þegar ég veit hvað er í boði (hvað við fáum og hvað við þurfum að borga). Meðan það er ekki vitað get ég ekki tekið afstöðu að einhverju viti.

Annars er ég furðu hress bara, nánast vegg brattur og að spá í að bregða mér norður á laugardaginn EF það er blogg hittingur á Kaffi Karólínu en ég fæ engar fréttir af því enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband