Hlutverk foreldra?
24.6.2009 | 08:42
Er það ekki lengur í hlutverki foreldra að veita börnum sínum "áfallahjálp" þegar þau komast ekki í nógu snobbaðan skóla, er það kannski hlutverk hins opinbera að veita þá sálgæslu sem þarf. Hér held ég að foreldrarnir, og þá sérstaklega það foreldrið sem hljóp með þetta í blöðin þurfi áfallasnobbhjálp en ekki unglingurinn, hann jafnar sig en mikið "skelfing hlýtur það að vera" að komast "aðeins" inn í MS........nú væri gott að viðkomandi blaðamaður héldi áfram með fréttina og spyrði spurninga eins og "hvað er að MS" eða þeim sem útskrifast þar?
Svei þessu "skítavesturbæjarsnobbpakki" segi ég nú bara. Ég vorkenni unglingnum að eiga svona snobbaða foreldra sem þyrftu snobbáfallahjálp við einfaldri synjun á skólavist vegna þess að einkunnirnar voru bara einfaldlega ekki nógu háar að mati viðkomandi skóla ....ekkert annað. Pakk sem telur sig yfir það hafið að einfaldar reglur dugi um það á ekki "betra" skilið en að komast í MS (þó ég skyldi vel að MS vildi ekki sjá svona snobb pakk)
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem um er að ræða í þessu tilviki er ekki það að móðirin sé reið yfir MS, heldur að ákveðnir grunnskólar ákváðu að t.d. notast við gömul samræmd próf sem búið var að fara yfir í nokkur skipti, eða leggja fyrir einfaldari próf en áður hafði verið á meðan aðrir skólar ákváðu að gengisfella ekki nafn sitt og lögðu fyrir erfiðari próf, og þar var þorri nemenda ekki með himin háar einkunnir, líkt og í þeim skólum þar sem lögð voru fyrir gömul samræmd próf.
Meigin intak þessarrar fréttar átti að vera hversu mikið ósamræmi er orðið á milli grunnskóla þegar að samræmduprófin eru afnumin. Þegar að skólar hafa engar reglur um hvernig staðið skuli að prófum, og geta bara ákveðið að "vera góðir" og hafa "einföld/létt" próf, þá verður missamræmi á milli þeirra.
Þegar að krakkar eru búnir að leggja mjög hart að sér í námi, fá viðurkenningar frá skólunum, voru jafnvel búin að taka einhver samræmd próf í 9.bekk, og áfanga í fjölbraut í 10.bekk, þá er það ansi hart að fá ekki inn í topp 2 skólana hjá sér, og jafnvel að láta sér nægja að lenda í vali nr. 5 af því að þau höfðu metnað til að leggja hart af sér og voru í skóla sem ætlaðist til mikils af þeim. Jafnvel þrátt fyrir að einkunnirnar þeirra slaga langt upp í 9.
Fólk ætti ekki að vera dæma þessa móður sem er í miklu andlegu áfalli yfir því að dóttir hennar sem hefur verið góður námsmaður, hún hefði annas ekki sótt um í Versló eða MR, komist ekki inn í þessa skóla. Það er ákveðin metnaður hjá krökkum að komast inn í góða skóla, sem hafa ákveðinn status, og þá á ekki að niðurlægja þá með blogg færslum eins og þeim sem hafa nú logað í blogg heimum, og t.d. hér þar sem litið er með fyrirlitningu á þessa flottu móðir sem er að benda á galla í krefinu, og hún rökkuð niður fyrir að berjast með kafti og klóm fyrir barninu sínu. Ef þetta hefði verið ég, þá hefði ég ekki bara verið að springa úr stolti yfir því að eiga móður sem væri svona annt um mig, heldur væri ég svo þakklát fyrir að fá stuðning á tímum þar sem heimurinn virðist vera í molum. Því það er andlegt áfall að komast ekki inn í mentaskólana sem eru í topp 2.
fólk ætti kannski að reyna setja sig í spor fólks áður en það fer að gagnrýna eitthvað sem það hefur ekki hunds vit á.
Aðalheiður (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:10
Heyr heyr! Fyrir síðasta ræðumanni
Hafdís (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:28
Áfallahjálp !
Jón Á Grétarsson, 24.6.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.