fjögurra er saknað.....
10.1.2009 | 11:43
Ætli þeirra sé sárt saknað?
Vona svo sannarlega að þeir hafi farið niður með peningunum.
Áhöfn risaolíuskipsins sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afhverju evru?
7.1.2009 | 08:50
Flækir umsóknarferlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað eftir helgi???
4.1.2009 | 20:40
Fáum við þá að lesa að ekki hafi tekist að fá nýja fjárfesta og fyrirtækið því farið í þrot.
Var ekki sagt um mörg útrásarfyrirtækin að þau væru "alveg" að skifta um eigendur og stæðu mjög traustum fótum. Svo þegar nýju fjárfestarnir voru búnir að fara ofan í saumana á bókhaldinu þá hættu þeir auðvitað við að kaupa og daginn þar á eftir kom tilkynning um að "velstæða fyrirtækið" væri gjaldþrota..........vona að svo sé ekki í þessu tilfelli en að mér læðist vondur grunur.
Farþegar þurfa ekki að óttast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt ár með fullt af ?????
1.1.2009 | 19:38
Gleðilegt ár allir sem reka inn trýnið hér, þeir eru mis margir pr. dag.
Sl. ár var frábært að öllu leiti, alveg fram að fjármálakrísunni. Ekki er ættlunin að kryfja árið hér á þessarri síðu núna í upphafi árs, heldur stikkla á stóru hvað mig sjálfann varðar. Ég var sem aldrei fyrr í vinnunni flestar nætur og mikið argaþras fór því fyrir ofan garð og neðan, en ég fór af landibrott með dótturinni til Florida í mai í lok skóla hjá henni. Var smá stress hvort hún næði suður á réttum tíma, en hún býr á Akureyri og er þar í VMA og gengur tja bara þokkalega. Á árinu skrapp ég og kíkti á nafla alheimsins til systur minnar en hún býr á Kópaskeri. Sumarið leið svo við vinnu og leik í bland. Mikið ferðalag lagði ég á mig um verslunarmannahelgina og kíkti alla leið í Þorlákshöfn en hafði ekki erindi sem erfiði, ég fór og ættlaði að hitta nokkra keppendur á Unglingalandsmótinu, fólk að norðan en því miður fann ég ekki nema einn......en það skal tekið fram að ég stoppaði frekar stutt.
Ekki var farið í neinar "fjallgöngur" þetta sumarið en stefni að því að bæta úr því með hækkandi sól, flottar veislur eða partý voru nú ekki mörg á árinu en fór þó í eitt brúðkaup hjá frænku minni, þetta var bara þokkalegasta veisla gott að borða og mikil ræðuhöld. Brúðurin er Salome Huld bróðurdóttir mín en brúðguminn Gunnar Magnússon, bankamaður og þjálfari HK í handbolta og var mikið rætt um handbolta meðal veislugesta.
Síðan kom skellurinn í oktober en þá var öllum sagt upp í vinnunni minni frá og með 1. nóv þannig að ef ekkert breytist í þessum mánuði þá gæti farið svo að ég verði atvinnulaus um næstu mánaðarmót, þó er ég bjartsýnn á að hlutirnir fari að skýrast þegar líður á mánuðinn.
Jól og áramót voru með hefðbundnum hætti með einni undantekningu þó. Ég fékk frábæra sendingu frá Súgandafirði, en eftir smá betl var mér send þessi frábæra skata til eldunnar á Þorláksmessu. Og þar kom breytingin, nú var ekki farið á BSÍ í hádeginu heldur var eldað hér heima (það er jú kreppa) og mættu hér nokkrir ættingjar í mat. Jólamessa að vanda í Seljakirkju og matur hjá bróður og mákonu, sama var uppá teningnum á gamlárs, nema hva ég var næstum búinn að sofa það af mér, var seinn fyrir úr vinnu á gamlársdag og ákvað að leggja mig "aðeins" og fékk svo símtal "er langt í þig?" og ég held að ég hafi aldrei verið jafn fljótur á lappir og mæta á svæðið.
Þannig að árið hjá mér hefur ekki verið neitt svo feikilega viðburðarríkt mestur tími farið í að hanga á netinu og skoða bloggsíður.
Núna undanfarið hef ég verið að pæla í utanlandferð (já ég er orðinn húkkt á þeim) fór í vor eins og fram kom hér að ofan til Florida. í fyrra fór ég til Krít með dótturinni og vinkonu hennar, 2006 fór ég til Florida með dótturina. En ....haldiði ykkur 2002 fór ég til Florida í boði dótturinnar, en hún hafði unnið ferð fyrir 4 til Florida í 8 daga, en þessi ferð var mín fyrsta utnalandsferð og þegar ég var í flugstöðinni úti að bíða eftir flugi heim hét ég því að ég myndi fara sem fyrst til Florida aftur.....það liðu samt 4 ár, síðan er ég búinn að fara 2x til Florida og einu sinni til Krítar. Og helstu vangavelturnar þessar stundir er ég að spá og spekúlera hvort það verður Krít, Florida, Malta eða Dómínikanska. Svo er ég líka opinn fyrir tillögum frá þeim sem nenntu að lesa þetta allt, en þessar pælingar eru allar með fyrirvara um að ég haldi vinnunni, þannig að það verða ekki teknar endanlegar ákvarðanir um eitt eða neitt fyrr en eftir næstu mánaðarmót. Til að það valdi ekki misskilningi þá er ég ekki með húsnæðislán sem hækkar sjálfvirkt, á bakinu, ekkert bílalán heldur, ekkert skuldabréf heldur þannig að ég skulda engum ....eða næstum því þess vegna get ég verið með þessar ferðapælingar....en annars sennilega ekki.
En eigið góðar stundir, þið sem hafið reynslu af þvælingi endilega komið með góðar hugmyndir um nýja staði..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá byrja jólin.
23.12.2008 | 21:34
Kortin farin í póst, pakkarnir líka. Skatan ný runnin niður, og það var sko alvöru skata, svona fyrir lengra komna eins og Úlfar á þremur frökkum kallar það. Svo nú er bara að leggja inn pöntun fyrir næsta ár. Hint til Halldóru. hehe.
Átti hér þessa líka fínu stund með frændfólki sem (væntanlega) borðum saman skötu á þorláksmessu, við höfum undanfarið (ég og Kristrún Ýr) farið á BSÍ og fengið okkur skötu saman en núna er kreppa svo ég varð mér úti um skötu (orginal vestfirska) og eldað var hér heima, þetta var allt samvinnuverkefni ég tók utan af skötunni umbúðirnar en það tók lengri tíma en sjálf eldamennskan. Kristrún sauð kartöflurnar og hitaði hamsatólgina, Ívar sá um alla tímasettningu og lagði á borðið, þegar allt var klárt þá hófst keppni þeirra frænda, Þrastar og Eysteins Orra um hvor borðaði meira (þeir borða ekki skötu sko) sá sem fékk sér oftar á diskinn vann og ég held að Eysteinn hafi unnið. Eftir mat fékk fullorna fólkið (ég og Ívar) sér sterkt kaffi til að skola niður hamsatólginni sem enn sat í hálsinum.
Hangiketið komið á hlóðirnar kominn þessi fíni ilmur í hús. Næsta verkefni er að keyra út restina af jólakortunum, keyri alltaf út jólakortin á stór Hafnarfjarðarsvæðinu á Þorláksmessukveld. Síðan er bara að sofa út í fyrramálið og eftir hádegi hefst jólaskveringin, sturt, rakstur og fataval fyrir messuna og síðan farið í messu í Seljakirkju kl 18. og síðan sest að hreindýraáti ásamt öðru góðgæti hjá Þresti bróður.
Þeir sem reka hér inn trýnið, Gleðileg jól til ykkar allra og eigið notaleg áramót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Notað í annað þarflausara?
16.12.2008 | 18:19
Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi, alveg síðan peningarnir voru eyrnamerktir ákveðnum verkefnum hvaða tækifæri þeir myndu nota til að hætta við allt. Þarna talar Geir um að frumvarpið hafi verið umdeilt á sínum tíma sem er kannski rétt en var ekki eftirlaunafrumvarpið töluvert meira umdeilt en samt er ekki hægt að breyta því að neinu viti.
Geir sparar sennilega stórfé með því að slá sjúkrahúsbyggingunni á frest, en bíðið nú aðeins við, er ekki frúin hans formaður nefndar um byggingu sjúkrahússins?. Er þá sú nefnd ekki verkefnalaus og því óþörf og hægt að taka af launaskrá?
Kanski þessi ríkisstjórn feli sig á bakvið að aðeins sé verið að "fresta" sjúkrahúsbyggingunni en ekki slá hana út af borðinu og því óþarfi að leysa nefndina upp (taka af launaskrá) enda borgar ríkið (við) laun nefndarinnar.
Mæli með skylduáhorfi á Spaugstofuna sl. laugardag þar er ríkisstjórnar vinnan sögð í hnotskurn.
Símaféð öðruvísi nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég bara hafði ekkert betra að gera í nótt en að.....
15.12.2008 | 04:28
... stela þessu;
Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.
Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.
2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.
Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.
3.
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.
Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.
4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.
Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.
5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.
Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.
6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.
7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.
8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.
Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.
9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti þar.
Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.
10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.
Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.
11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.
Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.
12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.
Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.
13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.
Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.
Höfundur óþekktur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það tókst...
8.12.2008 | 20:42
...að láta "rétta aðila" "kaupa". Nú væri lag að fá upplýsingar hverjir standa á bakvið þessi kaup.
Ég kaupi ekki það að þarna sé ríkið að sjá sig losna við innistæður í þessum löndum. Því er flaggað til að ekki fari í loftið umræða um hvaða bankamillfærsluslóðir verði nú óaðgengilegar fyrir þá sem eiga að "rekja bankahrunið".
Vinir sjá um sína.....sama hvaða meðulum er beitt.
Kaupþing í Lúxemborg selt á 1 evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins kom að því!!!
6.12.2008 | 21:48
Nú þarf ég ekki lengur að bíða til morgun með að kaupa mér gallabuxur ef ég eyðilegg mínar því nú hefur Hagkaup ákveðið að hafa opið alla nóttina líka (bara í Skeifunni enn sem komið er).
Svo er fólk hissa á því að ég sé ekki fluttur út í dreifbýlið (helst í gær fyrir hádegi). Þar gæti ég þurft að bíða í versta falli fram yfir helgi ef ég skemmi mínar buxur á laugardegi hehe. Á mánudeginum kemur svo í ljós að mín stærð er ekki til (en boðist til að panta rétta stærð) og þá þarf ég að bíða einhverja daga í viðbót og ganga í skemmdu buxunum á meðan. Hvað nú ef einhver sæi til mín. T.d. í frystihúsinu (ef ég ynni nú þar) að ég væri í rifnum gallabuxum je minn eini. Nei ég byði ekki í almenningsálitinu í plássinu á mér.
Hvað ætli þetta hækki verðið almennt á vörunum í Hagkaup, því eitthvað er jú dýrara að hafa staffið á næturvinnukaupi.
Tóm hamingja að hafa " 100" bíó til að fara í á kvöldin og annað eins af leikhúsum, ég sem fer voða sjaldan í bíó eða leikhús...........hef ekki farið í leikhús síðan ég bjó á Húsavík (sem er flottasta leikhús á landinu).
Sendi svo tjöruborgarkveðjur á allar dreifbýlistúttur landsins með von um betri tíð.
ps mér finnst dreifari svo leiðinlegt orð um fólk sem býr ekki í reykjavík hvað þá að kalla það landsbyggðarpakk,
ps,ps ef ég lendi á atvinnuleysisbótum (missi vinnuna) þá flyt ég á Kópasker (nafla alheimsins)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bæði betri
6.12.2008 | 15:07
Orkan er í eigu Shell,...........bara benda á það,
Ekkert óeðlilegt við að þeir lækki um sömu krónutölu Orkan og Shell.
Orkan og Skeljungur lækka verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver var að spila við hvern??
30.11.2008 | 21:31
Samkvæmt fréttini var Tottenham að spila tvo leiki í einu......
Peter Crouch kom Portsmouth yfir gegn Blackburn, 1:0, á 49. mínútu.
Steven Pienaar kom Everton yfir gegn Tottenham á 51. mínútu, eftir snöggtekna aukaspyrnu, og staðan því 0:1.
Jermain Defoe skoraði fyrir Tottenham gegn Blackburn, 2:0, á 53. mínútu og kom bikarmeisturunum í vænlega stöðu.
Ég spyr hver var að spila við hvern? Var Tottenham að spila bæði við Blackburn og Everton.........eða var svona mikið drukkið af bjór við að fylgjast með leikjunum??????
Góðir sigrar Portsmouth og Everton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
JÁJ...
23.11.2008 | 10:41
Svo er fólk hissa á að Jón Ásgeir hafi ekki áhuga á að leggja Fréttablaðið í púkk inn í Árvakur, sem gefur Moggann út.
Ég held að plottið hafi verið að láta Jón ginna við tilboði um 36% í Árvakri, eftir ár yrði svo Fréttablaðið lagt niður, en bestu bitarnir fluttir yfir í Morgunblaðið og þá orðið einrátt á markaðum, Glittir hinn nýji keyrir Árvakur í þrot og kemur þannig fyrirtækinu í hendur "réttra" aðila aftur og síðan yrði gerð atlaga að Afþreyingu með þvi að beyta útvarpinu, fórnarkostnaðurinn yrði Skjárinn, undirbjóða auglýsingamarkaðinn og berjast þannig við keppinautinn.
Nei ég vona að Fréttablaðið lifi af og við höfum áfram hér tvo fjölmiðla og því mismunandi fréttir til að rífast um í framtíinni hvort sé með réttari fréttir eða ekki.
Mogginn má svo endurráða Sigmund, jafnvel þó hann teikni í svarthvítu.
Eigið svo góðar stundir, það ættla ég að gera.
Jón Ásgeir: Ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jón Ásgeir hugsar lengra
13.11.2008 | 17:45
Nú er það altalað að Glitnir ásælist Árvakur (mbl.is og moggann). Er sagður veifa skuldunum framan í núverandi eigendur. Hver skildi svo tilgangurinn vera? Ríkið að fara í blaðaútgáfu, nei ekki aldeilis því þetta er þeirra aðferð til að koma Árvakri í "réttar" hendur. Þ.e.a.s. selja það réttum aðilum og ég held að Jón Ásgeir sjái þetta og hugnist það réttilega illa. Einhver ástæða er fyrir tregðu hans að leggja Fréttablaðið inn í Árvakur sem einhvern 36% eignarhlut og vera þar í minnihluta ef eftir einhvern tíma þá ákveður svo stjórn Árvakurs að láta Fréttablaðið renna saman við Morgunblaðið að mestum hluta og leggja Fréttablaðið sem slíkt niður og geta engin áhrif haft á þá ákvörðun sem minnihlutaeigandi í Árvakri.
Hvort hann sé til í að vera í samstarfi við Landsprent um prentun Fréttablaðsin er allt annað mál, ég held að þar gæti verið um hagstæða hagræðingu í rekstri (og hugsanlega dreifingu) að ræða.
Lánið ekki frá innlendum bönkum segir Jón Ásgeir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
AO enn fyrstir.
31.10.2008 | 14:03
Nú versla allir við AO, hvað væri bensínverðið hátt ef þeir hefðu ekki komið inn á markaðinn?, þó þeir séu að sumu leyti ekkert skárri stundum en hinir "stóru", látum ekki fara fyrir okkur eins og Akureyringar gerðu þegar þeir vældu yfir háu verði á flugmiðum og Íslandsflug lækkaði verðið og fór í samkeppni við Flugfélgið, allir urðu voða kátir yfir lága verðinu svo FÍ lækkaði verðið líka, en létu Akureyringar Íslandsflug njóta þess að bjóða uppá lægra verð?, ó nei þegar FÍ lækkaði héldu allir áfram að fljúga með FÍ á lága verðinu svo Íslandsflug varð að hætta að fljúga norður, hvað gerði FÍ þá?, jú hækkuðu verðið strax aftur og Akureyringar sátu uppi með háa verðið aftur.
Þetta megum við ekki láta gerast og verslum því við AO áfram svo þeir verðí ekki að hætta og "Þeir stóru" geti ráðið alfarið verðinu hér á landi á bensíninu, nógu hátt er það samt. Þegar verð á bensíni verður komið niður fyrir 100kr. (sem mér finnst að það ætti raunar að vera komið) þá verð ég fúsari á að nota bílinn minn meira.
Eigið svo góðann dag og fagnið með fótboltastelpunum.
Verðlækkun hjá Atlantsolíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flottur hópur
24.10.2008 | 14:22
Þarna er kominn sá sem vildi ekki vera "ferðamaður" í Peking, (enda mikklu skemmtilegra sem hann var að gera í staðinn) og ég sem ÍR-ingur fagna þessum hóp, Stulli, Einar Hólmgeirs, Diddi, Hreiðar og Ragnar Óskars allt fyrrum ÍR-ingar síðan bíður Bjarni Fritz þess að verða heill. Er þetta ekki uppistaðan í liðinu sem rústaði (bjargaði) Spánverjaleiknum á Hlíðarenda í æfingarleik fyirr Ol? þegar viðsnúningurinn var 7 - 0 þegar "reynsluboltarnir" voru hvíldir, leiðréttið mig endilega ef þetta er rangt. þetta er myndarlegur hópur (allir ekki bara þeir sem ég taldi upp hér að framan)......bara svo það misskiljist ekki, fleirri ættla ég ekki að telja upp sem mér finnst að ættu að vera hér, sumir úr HK, Haukum og í öðrum liðum.
Svo er bara að mæta á leikinn á miðvikudaginn og hvetja strákana (og láta Kidda B senda beint frá Noregi) allavega senda link ef það verður hægt að horfa á leikinn á netinu.
Allir út í snjókast (meðan snjórinn er).
Guðmundur velur landsliðshópinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til sölu......
23.10.2008 | 15:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er lag..
22.10.2008 | 17:42
....að fá þá heim í Austurbergið, þeir munu örugglega nýtast þar betur en hjá Haukum.
Nei bara að grínast....það er flott lið í Austurberginu,,,,,en alltaf hægt að bæta góðum við.
Þetta er sennilega einn anginn af fjármálakreppunni, nú verða menn bara að stunda vinnu og æfa fyrir klúbbana ekki fyrir peninga. Þá kemur í ljós hverjir eru að spila fyrir klúbbana en ekki aurinn.
Tryggvi og Hafsteinn ekki með Haukum í vetur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir út að aka....
17.10.2008 | 10:03
Atlantsolía lækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Efnahagsvandinn í hnotskurn?
4.10.2008 | 14:55
Davíð Oddsson og Geir Haarde sitja saman í einu flugi. Þegar Davíð segir skyndilega.
-Ef ég myndi henda þúsund krónum út um gluggann, þá myndi ég gera eina persónu glaða.
-Geir svarar og segir. Ef ég myndi henda 10-þúsund út um gluggann, þá myndi ég gera 10 persónur glaða í dag.
-Flugstjórinn hlustar eftir þeirra tali og segir til þeirra. Ef ég myndi henda ykkur báðum út af fluginu. Þá myndi ég gleðja heila þjóð!!!!
ps ég stal þessum frá bloggvinkonu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er leppurinn fundinn
30.9.2008 | 16:03
Björn Bjarna er búinn að finna skriðdýrirð sjá hér. Við skulum rétt vona Björns vegna að hann reynsit samningaliprari við Dómsmálaráðuneytið en forveri hans.
Eigið svo góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)