KN klikkar ekki.
10.4.2008 | 12:19
Þessi vísa varð til þegar KN hafði rakað af sér yfirvaraskeggið og forvitið fólk vildi fá að vita hvenær hann léti það vaxa aftur.
Ég rækta mitt skegg í tæka tíð,
því tennurnar vantar að framan;
það kemur sér illa í kulda og hríð,
ef kjafturinn nær ekki saman.
Þetta er náttúrulega alveg tær snilld ....eins og svo margt frá þessum ágæta manni.
Svipar okkur saman?......nema hvað hann gat ort vísur en ekki ég...
Ljós eru slokknuð og landið er svart,
í loftinu er ekkert að hang´á,
og það er í sannleika helvíti hart
að hafa ekki jörð til að gang´á.
Margar tilgátur hef ég heyrt um tilurð þessarar vísu og læt því enga þeirra fylgja hér með til að skemma ekki góðar sögur á bakvið þessa vísu, en þessi vísa gæti alveg verið um mig hér í den þegar ég var að staulast heim blankur og fullur í Breiðholið labbandi í gegnum Belsugrófina og út í myrkrið sem var þar á milli þegar engin var götulýsingin og hending ein réði því hvert ég lenti þegar komið var í ljósið .....en það er nú liðin tíð......alltaf gaman að glugga í KN .....kannski meira úr vísnabók hans við betra tækifæri.
Athugasemdir
hehe tær snilld
Halldóra Hannesdóttir, 10.4.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.