Og ballið byrjaði með látum í dag
28.5.2008 | 00:19
Ballið byrjaði í Sea World kl. 09.30 í morgun í brakandi sól og blíðu og margt skoðað bæði höfrungar og hvalir, Selma festi það að einhverjuleyti á video þvi ljósmyndir segja ekki baun í þessum efnum, vona að hún geti sett inn myndir fljótlega hér bæðí nýjar ljósmydir og videoið sem hún tók upp þegar við löbbuðum í glerganginum undir hákörlunum og höfrungunum og fleirri fiskum. Þetta er allt hið frábærasta í alla staði, nú er það Animal Kingdom í safari ferð og einhverja glæfra fjallaferð í Kilimanjaro (já amríkaninn er ekki í vandræðum að flytja fjöll). Síðan er spáð heiðskýru á fimmtudaginn og þá er það nýji vatnagarðurinn í Sea World, Aquateck þessi langþráða leisíriver sólbaðsferð.
Meira á morgun
kveðjur úr sól og hita á florida.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.