Þráhyggja SKK
20.1.2009 | 17:12
Ef ég væri sí og æ tuðandi um sama hlutinn í minni vinnu, þá yrði ég sennilega sendur til lækknis að leita mér lækkninga við þráhyggju. Þessi þráhyggja SKK um vínsölu í Bónus eða ekki er að verða hlægileg barátta hans við að efna loforð til handa þeim er kostuðu kosningabaráttu hans í síðustu kosningum og prófkjörsbaráttu.
Þingmenn og þar með talinn títtnefndur Sigurður Kári hljóta að hafa verið á Mars í jólaleyfinu sínu ef ástandið í þjóðfélagsmálum Íslands er þeim jafn víðs fjarri og dagskrá Alþingis í dag (1. dag eftir jólaleyfi) ber vott um.
Auðvitað vilja þeir svo ekki kosningar núna, það vita þeir, flestir, að er tapað spil fyrir þá, þeir nota öll trixin í bókinni til að telja þjóðinni trú um það.
Nú er að vita hvort næst verður ráðist til inngöngu í hið háa Alþingi, ég er nokkurnveginn viss um að lögreglan hefði ekki getað stöðvað það ef allur sá hópur sem var við Alþingi í dag hefði ákveðið einróma að ráðast til inngöngu við allar inngöngudyr þingsins....ég er ekki viss.
Þingmenn gera ekkert fyrir þjóðina, því ætti hún að gera eitthvað fyrir þingmenn eins og t.d. gefa þeim vinnufrið til að ákveða andstöðu við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu. Er þetta það brýnasta sem Steingrímur J. hefur sem innlegg í það að bjarga þjóðarskútunni?
Segir sjálfsagt að fresta áfengismáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.