Það var mikið...
14.3.2009 | 08:53
Ég held að hann heiti Ragnar sem er búinn að berjast fyrir þessu í mörg ár og satt best að segja þá hélt ég að hann kæmist aldrei lengra, en nú er búið að ákveða að þetta verði rannsakað aftur og er það gott því ég held að lögreglan hafi hlaupið á sig og farið auðveldustu leiðina út úr þessu. Annan þessarra drengja þekkti ég á þessum tíma og mér fannst þetta "frekar furðuleg" afgreiðsla á málinu á sínum tíma.
Vona svo sannarlega að hið rétta komi í ljós því ég hef enga trú á að þessir strákar hafi tekið líf sitt sjálfviljugir.
Megi minning þessarra drengja lifa sem lengst.
Andlátið skoðað aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.