Við göngum svo léttir í lundu........af vitinu!!!!

Var plataður á laugardagsmorguninn í labbitúr, sem fór þannig fram að það var skundað á Þingvöll og plantað niður bíl, síðan var ekið sem leið lá frá Þingvöllum og yfir í Hvalfjörð að Stóra Botni og gert klárt í að labba til Þingvalla til að sækja hinn bílinn!!! Hvílík vitleysa eins og það hafi ekki  bara verið nóg að taka mynd af Stóra Botni og renna svo til baka að ná í bílinn sem var skilinn eftir þar en......nei nei hér skyldi arkað af stað með tryggri hjálp Guðmundar Péturs Stýrimans (GPS).

Leiðin kallast Leggjarbrjótur ( ekki frýnilegt fyrir óvanann göngumann) en á brattann var að sækja, en samkvæmt heimildum sem ég hafði aflað mér þá var þetta erfiðari leiðin til að ganga yfir Leggjarbrjót, og þrátt fyrir hávær mótmæli mín í upphafi um að labba nú léttari leiðina þá var ekki hlustað á mig frekar en býflugu sem suðar í hávaða roki. En talandi um rok þá spáði  einhverri norðan gjólu og Vélstýrunni þótti "gáfulegra" að labba með vindinn í bakið en fangið?????

En samkvæmt mínum kokka bókum (landakortum) þá liggur þessi leið nokkurn veginn í norðvestur suðaustur þannig að norðan vindur hefði í báðum tilfellum átt að vera nokkurnveginn á vangann hvor leiðin sem væri farin, en sem sagt úr Botnsdal var lagt á brattann og sóttist ferðin fremur hægt í grýttri leiðinni sem í leiðarbókum var talin vera gata og ég verulega farinn að spá í hvernig þetta yrði þegar við kæmum á grýttari hluta leiðarinnar.

Eftir nokkrar steinefna pásur þá var loks náð hátindi leiðarinnar en svei mér þá þá höfðum  við mætt alveg helling af "útilegumönnum" á norður leið og mikið var ég feginn að veðurstofan var ekki nákvæmari í spánni en það að við vorum með vindinn í bakið alla leið (og það ekkert smá strekking) og ég er viss um að ef við hefðum bara farið vestur í bæ og labbað Ægissíðuna þá hefðum við ekki mætt svona mörgum.....tveimur alveg snarklikkuðum (enda þekkti ég annann þeirra) þeir höfðu lagt upp að norðan og gengið suður......en sennilega ekki litist á það að taka rútuna í bæinn svo þeir snéru við og fóru fram úr hóp sem þeir höfðu mætt rétt áður en þeir vour komnir niður sunnanmegin!!!! Ef þetta er ekki bilun þá veit ég ekki hvað bilun er. Nokkur ísbjarnarspor sáum við á leiðinni og ég fullyrði að ég hafi séð ísbjörn álengdar á beit en varð samt eitthvað efins þegar hann skiptist allt í einu í tvo!!!. Ein sporin sem við sáum voru eftir einfættann ísbjörn.....alveg viss því við sáum hvergi spor sem gætu verið eftir hina fæturna!!!.

Þegar suður af Leggjarbrjót var komið, sem btw ber nafn með réttu þá var teigt og togað í smá tíma áður en sest var upp í bíl og ekið í Hvalfjörðinn að ná i hinn bílinn (ekki hefði ég nennt fyrir mitt littla líf að labba til að ná i hann).  Þegar þangað var komið var tekin ein mynd (þær koma vonandi fljótlega hingað inn á síðuna) af staðnum sem við byrjuðum á og síðan brunað í bæinn.....ég hafði ekki roð í þennann vinstri græna alla leið í bæinn sama hvað ég reyndi og skellti mér í sjóðandi heitt bað og hef ekki fundið fyrir neinum strengjum (sem ég er samt hissa á). því þetta "labb" tók eina sex klukkutíma.......en nú er kominn hátta tími enda klukkan að verða 12!!!

 

Nóg í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Haha....og ég sem hélt að þú létir ALDREI plata þig.  Hafðu það gott vinur.

Halldóra Hannesdóttir, 4.7.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband