Færsluflokkur: Bloggar
Talsmaður einkaframtaksins?
15.2.2009 | 13:26
Dæmigerður fulltrúi einkaframtaksins, alltaf verið á ríkisjötunni eftir að skóla lauk. Akkúrat það sem frjálshyggjan þarf á að halda núna. Hvernig væri nú ef Íhaldið færi að leita uppi fólk sem hefur staðið í einkabissness alla sína hunds og kattar æfi en er ekki alið upp á ríkisjötunni og hefur ekki snefil af þekkingu að þurfa að bjarga sér sjálft þegar harðnar á dalnum. Það er ekki nóg að lifa eftir einhverjum "kenningum" sbr. Hannes Hólmstein, við vitum öll hvernig það endar. En þar spila launin sennilega eitthvað inní.
Vill 1.-2. sæti á D-lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Andskotann veit hann um bananalýðveldi?
4.2.2009 | 09:36
Hefur hann, unnið hér, búið hér eða yfir höfuð komið hingað til lands?
Lýðskrumari af stærstu tegund og áróðurspési.
Ísland er ekkert bananalýðveldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Steingrímur og Volvoinn
1.2.2009 | 20:41
Farin út í frelsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki bara aðalliðið
30.1.2009 | 02:16
Guðlaugur lék með Liverpool gegn Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað skyldi bensínið lækka mikið við þessi tíðindi
29.1.2009 | 16:47
Gengi krónunnar styrktist um 2,01% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seðlabankastjórana burt og....
28.1.2009 | 22:22
...Mér finnst að neðantaldir eigi að hverfa úr Seðlabankanum líka þeir sváfu allir á verðinum.
Bankaráð, kjörið af Alþingi, 13. júní 2007:
Kosning sjö manna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabanka Íslands til fyrsta þings eftir næstu almennu alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 26. gr. laga nr. 36, 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands. Bankaráð velur formann og varaformann úr eigin röðum.
Aðalmenn
Halldór Blöndal, formaður
Jón Sigurðsson, varaformaður
Erna Gísladóttir
Ragnar Arnalds
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Jónas Hallgrímsson
Valgerður Bjarnadóttir (frá 4. nóvember 2008)
Varamenn
Halla Tómasdóttir
Birgir Þór Runólfsson
Tryggvi Friðjónsson
Sigríður Finsen
Ingibjörg Ingvadóttir
Guðný Hrund Karlsdóttir (kosin 3. október 2007 í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur)
Guðmundur Örn Jónsson (frá 4. nóvember 2008)
Hvað finnst þér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eru ekki kosningar framundan?
25.1.2009 | 10:45
Mótmælin eru að hafa áhrif, Geir farinn, þó óska ég honum góðs gengis í baráttunni við sín veikindi.
Jónas að fara, gott ef satt er.
Nú er Þorgerður Katrín við stjórnvölinn, þá fýkur Seðlabankastjórnin öll, þetta er að skila árangri en samt finnst mér vera komin kosningalykt af þessu öllu.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af mótmælum
24.1.2009 | 13:49
Ég mótmæli heima í dag, sit heima og mótmæli ummælum Harðar Torfa, nú er ég ekki sammála honum um að mótmælin hafi engu skilað, það er búið að ákveða að kjósa á bara eftir að geirnegla daginn, þá mun stjórnin fara frá, trúlega öll. Hörður vill að allir á þingi fari heim ekki seinna en strax, helst í gær fyrir hádegi. Í síðasta lagi þegar mótmælum líkur í dag. Nú er svo að þeir sem krefjast margs, fá ekki alltaf allt, þeim finnst þeir líka ekki hafa fengið neitt, ef þeir fá ekki allt.
Auðvitað var það ekki nógu flott að Geir skyldi ekki hlíða herði fyrir 14 laugardögum og pakka saman og segja bless við Sollu. En nú er Geir búinn að segja bless - hann metur heilsuna meira en pólitíkina- en að hann segi bless er ekki nóg fyrir Hörð. Hörður vill að Geir standi upp og segi ég fór af því að Hörður & co var að mótmæla mér og auðvitað verður Hörður sár.
Hver svo sem forsenda þess er að Geir er farinn er ég ánægður með að hann sé hættur í pólitík (maðurinn er óvitlaus sem betur fer) Það að hann þurfi að hætta af heilsufarsástæðum er ég ekki eins ánægður með, betra hefði verið að vinna hann á velli, frekar en að vera dæmdur sigurinn á tæknigetu.
Bloggheimur skuldar mér helling, öll olíufélögin skulda mér helling eftir daginn í gær, eins og þjóð veit (þjóð veit þá 3 vita) þá vinn ég á nóttunni. Í gær mætti ég illa fyrir kallaður í vinnuna, beint úr bælinu og mætti rétt fyrir miðnætti. Svo þegar ég er að aka um Selfoss í nótt sé að verð á bensíni er komið þar niður í 132 kr. (verð á bensíni á Selfossi hefur aldrei verið í takt við verðið hér í borginni) þannig að þegar ég kem í bæinn, þá kíkka ég eftir verði á Orkan við Dalbraut, OB við Smárann og Egó við Hliðarsmára, jú jú bensínið er á sama verði allstaðar 132 svo að ég ákvað að fylla á tankinn en ég er með AO lykil og hugsaði mér gott til glóðarinnar að fá bensínið þar á 132 kr. mínus 2 sem lykillinn gefur mér.......en ó nei AO var með bensínið á 142!!!!! ræningjar hugsaði ég ætli þeir verði síðastir til að lækka núna ( ekki þeirra stíll sko) svo ég ákvað að taka bensín í ÓB við smáralindina (gegnt smáralindinn ) og fá þar bensín lítrann á 132 (hann var jú auglýstur á það þegar ég kom í bæinn um kl 07) afsláttarlaust það myndi muna 10 kall á lítrann, (ég var með galtóman tank, löngu kominn á gula hættu ljósið) en nei viti menn, verðið komið í 142 og ég bara shjitt tékka á Orkunni, svona frekar fúll en nei nei búið að hækka ( ég sá að síðasti sem tók bensín hafði fengið það á 132 kr.) Svo ég hóaði í vinnufélaga og sagði honum farir mínar ekki sléttar og hann bara hló og spurði hvort ég hefði ekki orðið var við að Shell gaf 10 kr afslátt útaf Bóndadeginum og hinir fylgdu í kjölfarið. Ég hefði betur fengið mér kaffi áður en ég fór í vinnuna og sleppt því að geyma að taka bensín þar til ég kæmi til baka í morgun..........frestur er á illu bestur............tja eða verstur.
Góðar stundir, ég kominn í gott skap með sígó og morgunkaffi (heilög stund)
ps svo er annað mál hvort einhver les þetta.......en það er alfarið á ábyrgð Halla HægriFrjálslynda úr flokkslausa Eyjafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gættu að hvað þú segir Þorgerður Katrín
20.1.2009 | 22:58
Ekki hélt ég að ég ætti eftir að vera þér svo innilega ósammála að meira ósammála þér er ekki hægt að vera. Nú dugar ekki skrúðmælgi eða reyna að brosa og vera sæt (ég veit að þú velur ekki myndir með fréttum af þér). Búðu þig undir að þið á Alþingi okkar Íslendinga verðið ekki "næstum haldið í herkví" það gæti nefnilega gerst að ykkur yrði á endanum haldið í herkví þar til þið segið af ykkur, "lætin óþægilegu" eru nefnilega rétt að byrja. Þið komist ekki út fyrir okkur "lýðnum" og við komumst ekki inn til að reka ykkur út fyrir lögreglunni (ykkar). Við viljum bara réttlæti (að ríkisstjórnin segi af sér) en höfum ekki lögreglu til að vernda okkur fyrir óréttlæti ykkar. þið sigið lögreglunni á okkur, ef við hefðum sama vald, að beita lögreglunni á þá sem beita okkur óréttlæti, hvað tæki langan tíma að smala út úr Alþingishúsinu?. Ég er ekki að hvetja til óeirða þau bara gerast við óbreytt ástand í málefnum þjóðarinnar. Víst voru þarna krakkar í dag sem mættu til að vera með "hasar" við lögregluna þau fengu að kenna á því hvað það getur kostað þau, að vísu sum hver óverðskuldað því æsingur lögreglunnar í að vera með "axjón" var ekki síst neitt minni hjá sumum, þetta sá ég vegna þess að ég varð vitni að sumu öðru ekki (sem betur fer). Myndrænn æsingur vekur alltaf athygli sjónvarpsins fyrst.Viljum við að uppúr sjóði nei......en farið þá að gera eitthvað á þingi annað en að pæla í hvort selja eigi vín í 10-11 eða Hagkaup eða mótmæla eldarnarkerfi austur Evrópu okkur er slétt sama um það en okkur er ekki sama um hag heimilanna í landinu, það hlýtur að eiga að hafa forgang og dagskrá Alþingis á að markast að öllu leyti (ekki bara sýndarmennsku) af því.
Eigið svo góðar stundir, nú ætla ég að fara og bæta mér upp kaffitapið í dag og fá mér góðan kaffisopa.
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þráhyggja SKK
20.1.2009 | 17:12
Ef ég væri sí og æ tuðandi um sama hlutinn í minni vinnu, þá yrði ég sennilega sendur til lækknis að leita mér lækkninga við þráhyggju. Þessi þráhyggja SKK um vínsölu í Bónus eða ekki er að verða hlægileg barátta hans við að efna loforð til handa þeim er kostuðu kosningabaráttu hans í síðustu kosningum og prófkjörsbaráttu.
Þingmenn og þar með talinn títtnefndur Sigurður Kári hljóta að hafa verið á Mars í jólaleyfinu sínu ef ástandið í þjóðfélagsmálum Íslands er þeim jafn víðs fjarri og dagskrá Alþingis í dag (1. dag eftir jólaleyfi) ber vott um.
Auðvitað vilja þeir svo ekki kosningar núna, það vita þeir, flestir, að er tapað spil fyrir þá, þeir nota öll trixin í bókinni til að telja þjóðinni trú um það.
Nú er að vita hvort næst verður ráðist til inngöngu í hið háa Alþingi, ég er nokkurnveginn viss um að lögreglan hefði ekki getað stöðvað það ef allur sá hópur sem var við Alþingi í dag hefði ákveðið einróma að ráðast til inngöngu við allar inngöngudyr þingsins....ég er ekki viss.
Þingmenn gera ekkert fyrir þjóðina, því ætti hún að gera eitthvað fyrir þingmenn eins og t.d. gefa þeim vinnufrið til að ákveða andstöðu við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu. Er þetta það brýnasta sem Steingrímur J. hefur sem innlegg í það að bjarga þjóðarskútunni?
Segir sjálfsagt að fresta áfengismáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)